Missti pabba sinn 14 ára og flutti í bæinn

Víkingur Kristjánsson leikari og handritshöfundur.
Víkingur Kristjánsson leikari og handritshöfundur.

Víkingur Kristjánsson er landsþekktur leikari í dag en saga hans var ekki bein braut. Hann lýsir sjálfum sér sem A-manni, sem sefur því hann þarf þess og kann ekki á snooze-takkann, en einnig sem kvíðasjúklingi. Auk leiklistar hefur hann starfað við ýmislegt; keyrt lyftara, skrifað texta fyrir fyrirtæki og unnið á leikskóla, í kringum leiklistarverkefnin sem komu stundum í rykkjum. Nú um páskana verður frumsýnd ný þáttaröð eftir Víking titluð „Vegferðin“, en með aðalhlutverk þar fara Víkingur sjálfur og Ólafur Darri Ólafsson í leikstjórn Baldvins Z. Víkingur er driftugur maður, var meðal stofnenda leikhópsins Vesturports, hvaðan sem hann á margar frábærar sögur að segja. Til að mynda eru fáir sem geta sagst hafa dottið í fangið á Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta – á launum. Hann er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. 

Víkingur segir frá því í þættinum þegar hann flutti til Ísafjarðar þegar hann var lítill en flutti þaðan 13-14 ára eða um svipað leyti og faðir hans féll frá. Faðir hans lést í flugslysi og í framhaldinu tók móðir hans þá ákvörðun að flytja með barnahópinn sinn frá Vestfjörðum til höfuðborgarinnar. Á þessum tíma hafði móðir hans misst tveggja ára dóttur sína en var með sex börn á sínu framfæri.

Síðar átti Víkingur eftir að flytja aftur vestur þegar hann kynntist konu frá Suðureyri. Þar bjuggu þau saman í þrjú ár en á meðan vann hann í fiski. 

Um að komast yfir hjallann að gera eitthvað.

„Oft sem maður [...] heyrir þetta og bara, „já einmitt einmitt, gera þetta bara, maður gerir þetta bara ...“ [...] Það er hægara sagt en gert. En það er þröskuldurinn, sko. [...] og auðvitað partur af því [...] að fara fara yfir þennan þröskuld er væntanlega að þú hefur áhyggjur af því að þetta sé drasl. En þegar þú hættir að hafa áhyggjur af því – kannski er þetta bara drasl og eins og þegar ég var að skrifa þessa seríu, ég var ekkert eitthvað „ég ætla að gera eitthvað geggjað stöff hérna“ – ég var bara eitthvað að hafa gaman af þessu, skilurðu. Og allar áhyggjur af því að þetta sé ekki „masterpiece“ heldur bara eitthvað sem þú ert að læra af og hafa gaman af, þá er auðveldara að fara yfir þennan þröskuld sko, myndi ég halda.“

Víkingur hefur unnið ýmsa vinnu meðfram leiklistinni. Til að mynda vann hann á leikskóla þar sem honum var sýndur skilningur fyrir því að hann þyrfti stundum að hlaupast á brott í leiklistarverkefni, en fékk að koma aftur.

„Ég var að vinna til dæmis í tvö ár á leikskóla. Sveppi var einmitt ... ég var að vinna á leikskóla sem Sveppi var að vinna á. Hann var í sömu, einhvern veginn, að gera alls konar og þá var hann að vinna á leikskóla. Þetta var áður en hann var svona, fór að verða brjálað að gera hjá honum. En ég bara var frábær leikskólakennari og skemmtilegur, og sinnti því bara „full force“ og var með frábæran leikskólastjóra sem bara ... sagði bara já.“

 „Vegferðin“, nýja serían sem Víkingur skrifaði fyrir sig og Ólaf Darra Ólafsson, verður til þegar Darri kemur til hans með litla hugmynd að þáttum. Þættirnir eru um tvo vini á mismunandi stað í lífinu, starfsferlinum og heiminum. Persónurnar eru í grunninn byggðar á félögunum sjálfum, Darra og Víkingi, en þó í mjög ýktum útgáfum.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Snæbjörn Ragnarsson og Víkingur Kristjánsson.
Snæbjörn Ragnarsson og Víkingur Kristjánsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál