Leikur eina kynþokkafyllstu konu New York borgar

Leikkonan Sarita Choudhury er bresk en á rætur að rekja …
Leikkonan Sarita Choudhury er bresk en á rætur að rekja til Indlands. Hún fer með hlutverk Seema í framhaldsþáttum Sex and the City, And Just Lika That. mbl.is/AFP

Sarita Choudhury, sem fer með hlutverk Seema Patel í framhaldsþáttum Sex and the City, nýtur hylli. Hlutverkið sem hún fer með er að margra mati hlutverk Samantha Jones þar sem Seema er eina skvísan í þáttunum sem er á lausu. 

„Það dugar ekkert hálfkák að leika konu sem er með enga skömm. Konu sem gengur um og talar áður en hún hugsar, sem kann allar leiðir á stefnumótaforritunum og er valdamikill fasteignasali í New York borg sem veit meira en margir um einhleypu karlana í borginni. Ég vissi að ég þyrfti að leggja allt í þessa persónu og að losa mig við egó-ið mitt. Ég þakka fyrir reynslu mína úr leikhúsinu, hún nýttist mér vel til að prófa mig áfram með persónuna,“ segir leikkonan sem hefur í yfir þrjá áratugi starfað sem leikkona í kvikmyndum og víðar.

Seema er skemmtileg í þáttunum og verður vinkona Carrie Bradshaw eftir fasteignaviðskipti. 

Það sem er töff við Seema er ekki bara hvernig hún klæðir sig heldur einnig hvernig hún talar og hvernig hún ber sig. 

„Þegar ég var í búningamátun fyrir þættina þá átti ég ekki til orð yfir kjólunum og litunum, skartgripunum og hælunum. Ég myndi aldrei klæða mig svona, hvað þá tala eins og Seema gerir í þáttunum. Ég myndi kannski hugsa eitthvað af því sem hún hugsar, en aldrei segja það upphátt. Það er alveg á hreinu. Ég er örugglega í grunninn meira eins og Carrie, alltaf að skipta um skoðun og aðeins meira að prófa mig áfram í lífinu.“

Það eru margir sem sakna Samantha Jones, en Sarita Choudhury sýnir afburðar takta enda ekki á allra færi að túlka einu kynþokkafyllstu konu New York borgar um þessar mundir. 

W

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál