Brotist inn í bíl Kristínar Péturs

Úr bíl Kristínar Pétursdóttur var tekið svart leðurveski og svört …
Úr bíl Kristínar Pétursdóttur var tekið svart leðurveski og svört flugfreyjutaska merkt Icelandair. Samsett mynd

Brotist var inn í bíl leikkonunnar og flugfreyjunnar Kristínar Pétursdóttir í vikunni. Úr bíl hennar var tekin flugfreyjutaska og leðurveski bæði merkt Icelandair. Kristín greindi frá stuldinum í hópnum Íbúar í Miðborg á Facebook. 

„Ég lenti í því leiðinlega atviki einhvern tíman á s.l. sólarhring að brotist var inn í bílinn minn sem var staðsettur fyrir utan Njálsgötu 74,“ skrifar Kristín í færslunni.

„Flugfreyjutösku og leðurveski, bæði merkt Icelandair, var rænt úr bílnum sem er brún Mazda CX3. Inni í töskunni var fatnaður, skór og snyrtidót. Í veskinu var vegabréf, peningaveski, iPad, sólgleraugu, AirPods og fleira,“ skrifar Kristín. 

Hún biðlar til nágranna sína að láta hana vita ef þeir sáu eitthvað grunsamlegt fyrir utan á svipuðum tíma, eða ef þeir lentu í einhverju svipuðu. Eins biður hún fólk að láta sig vita ef það sér þessa hluti til sölu á netinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál