Magnea Hrönn Örvarsdóttir látin

Magnea Hrönn Örvarsdóttir er látin.
Magnea Hrönn Örvarsdóttir er látin. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Magnea Hrönn Örvarsdóttir fyrrverandi blaðamaður er látin fimmtug að aldri. Eftir grunnskóla stundaði hún nám við Menntaskólann í Reykjavík en þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún lagði stund á heimspeki.

Á háskólaárunum ritstýrði hún Stúdentablaðinu og hafði mikinn metnað á því sviði. Þegar hún var yngri starfaði hún sem blaðamaður á nokkrum íslenskum fjölmiðlum eins og Nýju Lífi og Heimsmynd. Hún bjó í Bretlandi um tíma en það var einmitt þá sem fór að síga á ógæfuhliðina hvað Bakkus varðar. Fíknin tók völdin sem átti eftir að fylgja henni til dauðadags. 

Magnea Hrönn setti svip á bæjarlífið og var lengi vel ein af skrautfjöðrunum sem var alltaf með það nýjasta á hreinu. Hún var þessi sem var alltaf klippt út úr tískublaði. Ekki bara þegar hún náði að vera edrú heldur einnig þegar fíknin var við völd.

Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir kynntist Magneu Hrönn á háskólaárunum. Hún minnist góðrar vinkonu og rifjar upp gamla tíma í færslu á Facebook: 

„Eftir háskólaárin fluttist Magnea til Bretlands og fréttir af henni voru stopular og ekki alltaf góðar. Við hittumst aftur 2008 á AA fundi og það voru sko fagnaðarfundir. Hún sagði mér frá börnunum sínum tveimur sem hún var virkilega stolt af, við töluðum um háskólaárin og um hversu mikið hún þráði að koma lífi sínu í lag. Þótt við hefðum ekki sést í mörg ár var eins og við hefðum hist síðast í gær. Og nú áttum við jafnvel enn meira sameiginlegt en áður. Við sóttum saman AA fundi og hittumst á kaffihúsum. En því miður veiktist Magnea fljótlega aftur og ég missti af henni á ný,“ segir Hugrún Hrönn.

Egill Helgason fjölmiðlamaður kynntist Magneu fyrir um 30 árum: 

„Magnea Hrönn Örvarsdóttir varð fórnarlamb óstjórnlegrar fíknar sem nú hefur dregið hana til dauða fyrir aldur fram. Fyrir okkur vini hennar var líf hennar í seinni tíð óskiljanlegur harmleikur, hvað var það sem gekk á alla þessa daga og allar þessar nætur? Og símtölin sem eftir á að hyggja voru kannski frekar ákall um einhvers konar viðurkenningu en hjálp,“ segir Egill á Facebook.

„En ég ætla að muna fallegu, gáfuðu og skemmtilegu stelpuna sem ég kynntist fyrir 30 árum og ég gat ekki annað en hrifist af. Ég sakna hennar.“

Magnea Hrönn lætur eftir sig tvö börn. 

Magnea Hrönn opnaði sýningu á Núllinu á dögunum. Hér má …
Magnea Hrönn opnaði sýningu á Núllinu á dögunum. Hér má sjá eitt af verkum sýningarinnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál