Einhleypar og eftirsóttar

Sigurlaug Sverrisdóttir, Agnes Hlíf Andrésdóttir, Camilla Rut Rúnarsdóttir og Björk …
Sigurlaug Sverrisdóttir, Agnes Hlíf Andrésdóttir, Camilla Rut Rúnarsdóttir og Björk Guðmundsdóttir komust á lista. Ljósmynd/Samsett

Landið er fullt af einstökum, lausum og liðugum konum. Smartland tók saman lista yfir nokkrar af þeim eftirsóttustu sem eru einhleypar um þessar mundir. 

Sigurlaug Sverrisdóttir, hótelstjóri á Ion

Sigurlaug er ein af þessum viðskiptakonum sem lætur ekkert stoppa sig. Hún hefur rekið Ion hótelið frá upphafi ásamt því að stunda viðskipti í Sviss þar sem hún býr að hluta til. Sigurlaug er mikil útivistarkona og er í toppformi. 

Sigurlaug Sverrisdóttir.
Sigurlaug Sverrisdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður Indriðadóttir, mannauðsfræðingur og markþjálfi 

Sigríður er lífsglöð og skemmtileg. Hún rekur fyrirtækið Saga Competence og er sérfræðingur í mannauðsmálum. Áður en hún stofnaði fyrirtækið var hún mannauðsstjóri Íslandspósts og gerði gott mót á þeim vettvangi. Sigríður hefur mikinn áhuga á lífinu og veit nákvæmlega hvað þarf að gera til þess að fá sem mest út úr því. 

Sigríður Indriðadóttir.
Sigríður Indriðadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra

Áslaug er ein af þessum kraftmiklu konum sem láta til sín taka. Hún er lögfræðingur sem vissi mjög fljótlega hvert hún vildi stefna í lífinu. Áslaug er mikil hestakona og útivistarmanneskja. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Agnes Hlíf Andrésdóttir, viðskiptastjóri 

Agnes er ein af þessum kraftmiklu og skemmtilegu konum sem láta ekkert stoppa sig í lífinu. Hún hefur lengi unnið í auglýsingabransanum og er viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Þegar hún er ekki í vinnunni er helst hægt að rekast á hana á jógadýnunni eða úti í náttúrunni. 

Agnes Hlíf Andrésdóttir.
Agnes Hlíf Andrésdóttir.

Ingibjörg Þorvaldsdóttir, eigandi Pure Deli

Hún er ein af þessum duglegu konum sem lætur drauma sína alltaf rætast. Ingibjörg byrjaði ung í viðskiptum en hún rak verslunina Oasis um tíma og seinna rak hún verslunina Habitat. Það var áður en hún hellti sér í veitingarekstur.

Ingibjörg Þorvaldsdóttir.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir. mbl.is/Hari

Þyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður 

Hún starfar á Lögfræðistofu Reykjavíkur en lesendur Smartlands þekkja hana orðið vel því reglulega svarar hún spurningum frá lesendum. Ásamt því að vera lögmaður þá rekur hún vefinn skilnaður.is sem er ætlaður fyrir fólk sem er á krossgötum.  

Þyrí Steingrímsdóttir.
Þyrí Steingrímsdóttir.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi

Árelía Eydís er ein af þessum lausu og liðugu kjarnorkukonum í samfélaginu. Hún situr í borgarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn. Í vor var hún heimsótt í þættinum Heimilislífi og þar kom fram að tengdasonur hennar hafi fundið fyrir hana hús en eins og sést í þættinum er hún mikil smekkkona. 

Árelía Eydís Guðmundsdóttir.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margrét Kristín Sigurðardóttir, samskiptastjóri

Margrét er almannatengsla- og samskiptastjóri Samtaka iðnaðarins. Hún er lífsglöð og skemmtileg og nýtur þess að ferðast. Heimili hennar er einstaklega fallegt og smart eins og lesendur Smartlands fengu innsýn inn í þegar hún opnaði heimili sitt.

Margrét Kristín Sigurðardóttir.
Margrét Kristín Sigurðardóttir. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, blaðamaður

Sólrún er blaðamaður á mbl.is en hennar helstu viðfangsefni eru kjaramál. Sólrún er einn af öflugustu blaðamönnum landsins og er ákaflega skörp og skelegg. Ekki vantar upp á húmorinn hjá Sólrúnu.

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir.

Elísabet Björk Sævarsdóttir, aðstoðarmaður tannlæknis

Elísabet Björk, oftast kölluð Lísa, er lífsglöð og skemmtileg ung kona. Hún vinnur á Tannlæknastofunni Valhöll sem aðstoðarmaður tannlæknis. Lísa er vinamörg og kann að njóta alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Hún er einnig mjög listræn og skapar gullfalleg listaverk sem setja punktinn yfir i-ið í hvaða rými sem er.

Elísabet Björk Sævarsdóttir.
Elísabet Björk Sævarsdóttir. Skjáskot/Instagram

Camilla Rut Rúnarsdóttir, áhrifavaldur

Áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir tilkynnti um skilnað sinn við Rafn Hlíðkvist Björgvinsson fyrr á þessu ári. Camilla er þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og fyrir að vera bráðfyndin. Camillu er margt til listanna lagt og gaf meðal annars út fatalínuna Camy Collections fyrr á þessu ári. 

Camilla Rut Rúnarsdóttir.
Camilla Rut Rúnarsdóttir.

Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona

Tónlistarkonuna Björk þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum, enda frægasti listamaður landsins. Björk gaf út nýja plötu í dag, Fossara, og hefur verið í mikilli herferð að kynna hana undanfarnar vikur. 

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. ALESSIA PIERDOMENICO

Berglind Saga Bjarnadóttir, tónlistarkona

Tónlistarkonan Saga B er á lausu um þessar mundir. Saga er vinsæl á samfélagsmiðlum og hefur gefið út nokkur lög, þar á meðal lagið Bottle Service og Who's My Daddy. Saga tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Europe Continental á Ítalíu fyrr á þessu ári.

Berglind Saga Bjarnadóttir.
Berglind Saga Bjarnadóttir.

Kristín Pétursdóttir, leikkona

Kristín Pétursdóttir er leikkona, flugfreyja hjá Icelandair og áhrifavaldur á Instagram. Kristín er ein hressasta skvísan í bænum og því ætti engum að leiðast í návist hennar. Fyrr á þessu ári stýrði Kristín þáttunum MakeUp á Sjónvarpi Símans. 

Kristín Pétursdóttir.
Kristín Pétursdóttir. Ljósmynd/Helgi Ómarsson

Mari Järsk, hlaupari

Mari er ein eftirsóttasta hlaupaskvísan á Íslandi í dag. Hún fæddist í Eistlandi en hefur búið öll sín fullorðinsár hér á Íslandi. Hún er svo sannarlega skemmtileg og fyndin. Mari hikar ekki við að reima á sig hlaupaskóna og hlaupa nokkra tugi eða hundruð kílómetra, en hún hljóp 288 kílómetra í Bakgarðskeppni Náttúruhlaupa í vor.

Mari Järsk.
Mari Järsk. Skjáskot/Instagram

Hanna Stína, innanhússarkitekt

Hún er ein af þessum hönnuðum sem skera sig úr og er alltaf til í að fara nokkrum skrefum lengra til þess að búa til meira ævintýri. Hönnun hennar prýðir mörg af fallegustu heimilum landsins. 

Hanna Stína.
Hanna Stína. Ljósmynd/Kári Sverriss

Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur

Kamilla Einarsdóttir er rithöfundur og hefur sent frá sér Kópavogskróniku og Tilfinningar eru fyrir aumingja. Hún er líka á meðal fyndnustu bókavarða landsins. Kamilla er ákaflega snjöll og skemmtileg en hún nýtur einmitt mikilla vinsælda á Twitter.

Kamilla Einarsdóttir.
Kamilla Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda