Dánarbúið sýndi að allir hafa eitthvað að fela

Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir segir að hugmyndirnar komi alltaf eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það sé dálítið eins og að fá eldingu í hausinn og að hana langi til að snerta lesandann djúpt með nýrri skáldsögu sinni Útsýni, eins og í öllum bókum sem hún hafi skrifað. Útsýni fjallar um Sigurlilju, unga konu „sem passar ekki inn í normið“, eins og móðir hennar segir, og er gædd óvenjulegri gáfu sem einfaldar ekki líf hennar. Þegar Teresa frænka hennar á Bakkafirði deyr kemur í hlut Sigurlilju að fara þangað norður og ganga frá dánarbúinu. Þá kemur í ljós að allir hafa eitthvað að fela – og sýna.

Guðrún Eva segir að þetta hafi allt byrjað með því að hana dreymdi konu sem vaknar um miðja nótt, gengur berfætt út á götu á náttfötunum og sér þar eitthvað sem á ekki að vera til. Og hnígur í ómegin. Hún vaknar við það að maður stumrar yfir henni.

„Til þess að við tengjum þetta við Holtið, þá telur hún sig nokkrum árum seinna sjá manninn sem stumraði yfir henni og veitir honum eftirför og eltir hann inn á Holtið og fær hann til að tala við sig. Þetta er ekki hann. Þá sest hún niður með honum á Holtinu og kaupir handa honum viskí og neyðir hann til að tala við sig um þessa örlagaþrungnu nótt, þó svo að þetta sé ekki einu sinni sá maður.“

Það sé svo einmanalegt hlutskipti að hafa orðið fyrir einhverju stórfenglegu sem enginn annar þekki eða skilji.

Guðrún Eva segist hafa búið í ófáaum örlitlum leiguíbúðum í nágrenni við Holtið og það sé alltaf svo gott að skrifa um eitthvað sem maður þekkir vel, þá sé hægt að láta það lifna svo vel við á blaðsíðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda