Þetta gekk á bak við tjöldin í Villibráð

Kvikmyndin Villibráð hefur heldur betur slegið í gegn frá því hún var frumsýnd í upphafi árs og mikið smjattað á henni á kaffistofum landsins. Kvikmyndin var tekin upp í fyrra á 30 dögum og eins og gengur og gerist við tökur á kvikmyndum er eitt og annað sem kemur upp á við gerð þeirra. 

Leikmynd kvikmyndarinnar hefur þegar vakið mikla athygli en Smartland fjallaði ítarlega um hönnun og gerð hennar á dögunum. Nú er skyggnst enn betur á bakvið tjöldin í þessari umtöluðustu mynd ársins 2023 en Heimir Sverrisson gerði leikmyndina ásamt fleirum. 

Elsa María Jakobsdóttir leikstýrði myndinni og skrifaði handritið ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni leikskáldi. Með stærstu hlut­verk fara Aníta Briem, Björn Hlyn­ur Har­alds­son, Gísli Örn Garðars­son, Hilm­ar Guðjóns­son, Hilm­ir Snær Guðna­son, Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir.

Mynd­in er fram­leidd af Þóri Snæ Sig­ur­jóns­syni, Ragn­heiði Erl­ings­dótt­ur og Arn­ari Benja­mín Kristjáns­syni fyr­ir Zik Zak kvik­mynd­ir í sam­starfi við Scan­box Entertain­ment. Villi­bráð er end­ur­gerð af ít­ölsku verðlauna­kvik­mynd­inni Per­fetti Sconoscuti eða Per­fect Stran­gers, sem kom út árið 2016. Mynd­in hef­ur verið end­ur­gerð átján sinn­um og komst hún því í Heims­meta­bók Guinn­ess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál