Þetta gekk á bak við tjöldin í Villibráð

Kvikmyndin Villibráð hefur heldur betur slegið í gegn frá því hún var frumsýnd í upphafi árs og mikið smjattað á henni á kaffistofum landsins. Kvikmyndin var tekin upp í fyrra á 30 dögum og eins og gengur og gerist við tökur á kvikmyndum er eitt og annað sem kemur upp á við gerð þeirra. 

Leikmynd kvikmyndarinnar hefur þegar vakið mikla athygli en Smartland fjallaði ítarlega um hönnun og gerð hennar á dögunum. Nú er skyggnst enn betur á bakvið tjöldin í þessari umtöluðustu mynd ársins 2023 en Heimir Sverrisson gerði leikmyndina ásamt fleirum. 

Elsa María Jakobsdóttir leikstýrði myndinni og skrifaði handritið ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni leikskáldi. Með stærstu hlut­verk fara Aníta Briem, Björn Hlyn­ur Har­alds­son, Gísli Örn Garðars­son, Hilm­ar Guðjóns­son, Hilm­ir Snær Guðna­son, Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir.

Mynd­in er fram­leidd af Þóri Snæ Sig­ur­jóns­syni, Ragn­heiði Erl­ings­dótt­ur og Arn­ari Benja­mín Kristjáns­syni fyr­ir Zik Zak kvik­mynd­ir í sam­starfi við Scan­box Entertain­ment. Villi­bráð er end­ur­gerð af ít­ölsku verðlauna­kvik­mynd­inni Per­fetti Sconoscuti eða Per­fect Stran­gers, sem kom út árið 2016. Mynd­in hef­ur verið end­ur­gerð átján sinn­um og komst hún því í Heims­meta­bók Guinn­ess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda