Feel Iceland vill ekki fótósjoppaðar fyrirsætur

Inga Eiríks einn af stofnendum Alda Women er andlit Feel …
Inga Eiríks einn af stofnendum Alda Women er andlit Feel sem er íslenskt serum.

„Okkur finnst nóg komið af óraunhæfum staðalímyndum kvenna sem hafa neikvæð áhrif á stúlkur og viljum leggja okkar að mörkum í því að breyta þessu. Það er ekki heilbrigt að bera sig saman við „fótósjoppaðar“ myndir af fyrirsætum sem margar svelta sig og þess vegna vildum við fá hana Ingu Eiríks til liðs við okkur. Hún hefur einmitt barist fyrir því að breyta þessum staðalímyndum með frábærum árangri og hefur vakið mikla athygli erlendis,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra sem framleiðir húðvörurnar frá Feel Iceland. Hún stofnaði fyrirtækið ásamt Kristínu Ýr Pétursdóttur og Ásu Maríu Þórhallsdóttur.

Íslenska fyrirsætan Inga Eiríks er andlit fyrstu húðvörulínu Feel Iceland. Hún stofnaði hópinn Alda Women á dögunum en markmið hópsins er að breyta staðalímyndum í fyrirsætuheiminum.

Stofnendur Feel Iceland vildu breyta hugsun fólks þegar kemur að heilbrigði húðar með því að bjóða upp á bæði húðvörur og fæðubótaefni sem saman vinna bæði innan frá og utan að bættu útliti og líðan. Fyrirtækið vill ekki bjóða upp á „fótósjoppaðar“ staðalímyndir og því voru gerðar nokkrar kröfur á Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara að myndirnar af Ingu yrðu ekki unnar.

Nýjustu húðvörur Feel Iceland eru AGE REWIND Skin Therapy sem eru hylki til inntöku og Be Kind AGE REWIND húðserum með einstaka virkni sem inniheldur Feel Iceland Collagen, sjávarensím og Hyaluronic sýru. Saman vinna vörurnar bæði innan og utan frá að auknum raka húðar og minnkun fínna lína í húð.

Feel Iceland eru fyrstu íslensku húðvörurnar sem Madison tekur inn í verslun sína og verður þar með í röð hágæða vörumerkja á borð við Aesop og Cellcosmet Swiss.

Serumið frá Feel, Be Kind Reward inniheldur Feel Iceland Collagen.
Serumið frá Feel, Be Kind Reward inniheldur Feel Iceland Collagen.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál