Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

Naomi Campbell stal senunni í boði Katrínar hertogaynju.
Naomi Campbell stal senunni í boði Katrínar hertogaynju. Samsett mynd

Katrín hertogaynja af Cambridge er oft fallega klædd en þegar hún bauð tískuskvísum á borð við Naomi Campbell, Önnu Wintour og Stellu McCartney í Buckingham-höll komst hún ekki með tærnar þar sem atvinnumanneskjurnar voru með hælana.

Í tilefni þess að tískuvikan í Lundúnum er í fullum gangi bauð Katrín ásamt hertogaynjunni af Wessex áhrifafólki í tískugeiranum í boð. Katrín var í síðum kjól frá Erdem en kjólar frá merkinu hafa verið framarlega í fatastkáp hertogaynjunnar að undanförnu. 

Það var fyrirsætan Naomi Campbell sem stal senunni í höllinni þetta kvöldið, ef ekki fyrir flottasta kjólinn þá að minnsta kosti fyrir athyglisverðasta kjólinn. Kjóll Campbell minnti einna helst á skúlptúr en hann mun vera úr smiðju Pierre Cardin. 

Tískuritstýran Anna Wintour og fatahönnuðurinn Stelle McCatney voru ekki síður flottar en voru þó klæddar í aðeins lágstemmdari fatnað en Campbell. 

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AFP
Anna Wintour.
Anna Wintour. AFP
Fatahönnuðurinn Stella McCartney.
Fatahönnuðurinn Stella McCartney. AFP
Fatahönnuðurinn Alice Temperley.
Fatahönnuðurinn Alice Temperley. AFP
Katrín hertogaynja, Caroline Rush og Anna Wintour.
Katrín hertogaynja, Caroline Rush og Anna Wintour. AFP
Fyrirsætan Adwoah Aboah, Caroline Rush og hertogaynjan af Wessex.
Fyrirsætan Adwoah Aboah, Caroline Rush og hertogaynjan af Wessex. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál