8 atriði sem hafa slæm áhrif á húðina

Jennifer Aniston er með fallega húð.
Jennifer Aniston er með fallega húð. AFP

Það vita flestir að reykingar og sól hafa slæm áhrif húðina. Það er þó margt fleira sem gerir húðina ekki eins slétta og við myndum vilja, bara það að tala í símann getur haft slæm áhrif á húðina. Húðsjúkdómalæknar og húðsérfræðingar fóru yfir það fyrir Byrdie hvað fólk ætti að varast. 

Sólin

Sólin hefur slæm áhrif á húðina, því er mikilvægt að vera duglegur að maka á sig sólarvörn. Einnig er hægt að skipuleggja daginn þannig að maður sé frekar inni þegar sólin er hæst á lofti og vera úti frekar á morgnana eða síðdegis. 

Að tala í símann

Fullt af bakteríum safnast saman á skjá snjallsímans. Hægt er að þurrka reglulega af símanum en einnig er sniðugt að nota hátalarann eða heyrnatól þegar talað er í síma. 

Neikvæðar hugsanir

Greint er frá rannsókn sem sýndi tengingu á milli þess að hugsa jákvætt og hægari hrörnunar húðarinnar. Auðvitað skipta genin einhverju máli en konur stjórna þessu líka sjálfar með því að hugsa jákvætt og komast hjá því að láta stressið éta sig upp. 

Leikkonan Anne Hathaway er ekki of mikið í sólinni.
Leikkonan Anne Hathaway er ekki of mikið í sólinni. AFP

Að sofa á hlið eða maga

Þegar kemur að því að viðhalda fallegri húð er mælt með því að fólk sofi á bakinu. Ef sofið er á hliðinni eða maganum á andlitið til að klessast upp við koddann. 

Að sofa með farðann

Það er mikilvægt að þrífa andlitið og þar með allan farða til þess að leyfa húðinni að jafna sig yfir nóttina. Gott er að nota rakagefandi húðvörur á andlitið fyrir svefn sem hjálpar ekki í baráttunni við hrukkurnar. 

Sleppa hálsinum

Þegar krem eru borin á andlitið gleymist oft hálsinn og bringan en mikilvægt er að bera líka krem á þessa líkamshluta. 

Puttana í andlitið

Það er freistandi að kreista bólur á andlitinu en fólk ætti að varast það. Það þykir ekki gott að vera með puttana of mikið í andlitinu auk þess sem það eykur líkur á örum ef reynt er að fjarlægja bólur með þessum hætti. 

Skipta ekki nógu oft um á rúminu 

Það er mikilvægt að skipta reglulega um koddaver enda leynist oft skítur og bakteríur í óhreinu koddaveri.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál