Brúðargjafir sem gleðja

Vörurnar frá Royal Copenhagen eru sígildar og standast tímans tönn.
Vörurnar frá Royal Copenhagen eru sígildar og standast tímans tönn. Ljósmynd/Royal Cophenhagen

Mörg brúðhjón auðvelda gestum það að velja brúðargjafir með gjafalistum, sem auðvelt er að útbúa á heimasíðum margra verslana. Hér er það sem er hvað vinsælast þessa dagana samkvæmt gjafalistunum á netinu. 

Skál á fæti úr Royal Copenhagen blue fluted mega, Kúnígund

Verð 35.930 kr. Fyrir royalistana er þessi lína ákaflega vinsæl. Fallegur og vandaður borðbúnaður sem lifir út hjónabandið og á alltaf vel við.

Skál frá Georg Jensen Bloom Tall, Epal

Verð 12.700 kr. Með fallegum skálum er einfalt að kalla til veislu með ferskum jarðarberjum í bland við marsipan. Þessi skál kemur að góðum notum fyrir þá sem vilja vandað.

Glerkassi með loki, Heimahúsið

Verð 8.900 kr. Glerkassar eru fallegir fyrir skartgripi, ermahnappa, myndir eða hvaðeina sem þykir dýrmætt og vert er að hafa fyrir augum. Sumir raða frönskum smákökum í slíka kassa á veisluborðið. Valmöguleikarnir eru endalausir.

Kampavínsglös, Iittala, Epal

Verð 4.500 kr. 2 stk. Kampavínsglösin frá Iittala eru listaverk út af fyrir sig. Fyrir brúðhjónin sem velja einfalt og fallegt í kringum sig.

Vínkælifata, Heimahúsið

Verð 6.700 kr. Það er góð eign fyrir hvert heimili að eiga kælifötu, hvort heldur sem er fyrir vín eða óáfenga drykki í barnaafmælum.

Veggklukka, Heimahúsið

Verð 15.900 kr. Það krefst hugrekkis að kaupa hluti sem eiga að fara upp á vegg hjá brúðhjónunum. Þegar slíkur kraftur er fyrir hendi, þá eru gylltu veggklukkurnar sem minna á áttunda áratug síðustu aldar vinsælar um þessar mundir.

Ástarfuglar frá Kay Bojesen, Epal

 Verð 14.800 kr. Bojesen var danskur silfursmiður sem fljótlega fór að hanna einfalt og skemmtilegt skraut úr tré. Hann hannaði ástarfuglana árið 1952 en þeir fóru ekki í framleiðslu fyrr en 2012. Ástarfuglarnir eru seldir tveir saman, yndislega táknrænir og fallegir. Í dag prýða trédýrin hans Kays Bojesens heimili um allan heim.

mbl.is

Snjóboltinn frá Kosta Boda, Líf og list

Verð 5.860 kr. Snjóboltinn færir fallegt ljós yfir heimilið.

Þessi klassíski kertastjaki, sem Ann Warff hannaði árið 1973, hefur alla tíð síðan verið vinsæl gjöf. Þessi er 90 mm að hæð.

Le Creuset-pottur, Líf og list

Verð 42.830 kr. Með kaupum á þessum potti tryggirðu afbragðsvöru með langa sögu fyrir brúðhjónin. Einstaklega fallegur og hagnýtur hlutur inn á heimilið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál