Útlitið segir ekki allt – kafaðu dýpra

Einlægt fólk sem getur tekið djúp samtöl er samkvæmt rannsóknum …
Einlægt fólk sem getur tekið djúp samtöl er samkvæmt rannsóknum meira sjarmerandi en þeir sem eru einungis á yfirborðinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ert þú ein/nn af þeim sem eyðir lunganum úr deginum í ræktinni í að æfa rassvöðvana svo þeir verði eins og á Kim Kardashian? Eða bringuvöðvana svo þeir verði eins og á Rocky Balboa? Þú verður að hætta því, í það minnsta fókusera á fleira. Vísindin segja að fleira en útlitið skipti máli þegar kemur að því að vera sjarmerandi. 

Það að vera sjarmerandi nær dýpra heldur en bara útlitið. Sjarmi er eins konar ofurafl sem dregur fólk af alls konar gerðum og stærðum saman. Það virðist vera erfitt að finna einhverja eina gullna reglu til að fara eftir í þessum málum. En almennt er talið að lögmál aðdráttaraflsins sé það að þú dregur að þér líka hluti. Sumsé þú dregur ekki að þér þá sem þig langar í heldur þá sem eru líkir þér. Sem getur verið smávegis bömmer ef þú ert að draga til þín eintóma asna.

„Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ef þetta lögmál virkar vel höfum við endalaus tækifæri til að laða til okkar frábært fólk, með því að vera frábær sjálf, þroska okkar eigin persónuleika og hafa löngun til að fara í einlæg djúp sambönd með heiðarlegu fólki,“ segir dr. Wayne Dyer sem hefur ritað fjölmargar sjálfshjálparbækur og haldið fyrirlestra um efnið á Lifehack á dögunum. 

En hvað segja vísindin um málið í greininni?

1. Tónlist gerir þig sjarmerandi

Samkvæmt rannsókn sem var gerð árið 2014 þar sem úrtakið voru 1.500 konur (meðalaldur þeirra var 28 ára) fannst fylgni á milli þess hversu sjarmerandi tónskáld voru eftir því hversu flókin tónsmíði þeirra var. Flestar voru á því að þær myndu vilja stofna til langtímasambands með einhverjum sem gerir flókna tónlist en ekki einfalda. Tónlist er tjáskipti. Persónuleiki og smekkur þroskast eftir því sem þú hlustar á fjölbreyttari tónlist. Svo kannski ættir þú að fara að leita í fjölbreyttari tónlist eða jafnvel byrja að æfa þig á hljóðfæri. Vísindin styðja að það er sjarmerandi.

2. Erfiðar íþróttir og veiðieðli gefur vísbendingu um styrkleika

Það var nóg af rannsóknum árið 2014, meðal annars í Alaska þar sem niðurstaðan var sú að ef þú tekur áhættu sem byggir á veiðieðli, eða stundar íþróttir eins og fjallahjól, djúpsjávarköfun eða aðrar kröftugar íþróttir heillarðu hitt kynið svo um munar.

Það þarf meira en bara útlitið til að vera sjarmerandi.
Það þarf meira en bara útlitið til að vera sjarmerandi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

3. Sjálfsöryggi ýtir undir góðan húmor

Fjölmargar rannsóknir styðja að ótti okkar við að passa ekki inn einhvers staðar geri fólk ósjarmerandi. Kúnstin við að vera sjarmerandi er að vera sjálfsörugg/sjálfsöruggur og ekki efast um sjálfan sig. Í það minnsta hafa einhverja hugmynd um hver þú ert og hvaðan þú kemur, svo ekki sé talað um hvað þú vilt eða hvert þú ert að fara. 

Fyndið fólk er talið vera gáfaðra og meira sjarmerandi en þeir sem ekki eru fyndnir. 

4. Að eiga góða vini gerir þig sjarmerandi

Það er greinilega ekki nóg að vera í stöðugri sjálfsvinnu, fólk þarf að passa að eiga áhugaverða vini samkvæmt vísindum á þessu sviði. Rannsóknir styðja að þegar fólk er látið vera í hóp og síðan er úrtak spurt hversu sjarmerandi manneskjan er sýna niðurstöður jákvæða fylgni á milli þess að vera meira sjarmerandi og standa í hóp. Hópurinn er talinn fegra og/eða draga fram falleg einkenni viðkomandi.

5. Það er sjarmerandi að vera tilbúinn í samband

Það er ekki nóg að líta vel út í framan og vera í góðu formi samkvæmt rannsóknum, það að vera tilbúinn í langtímasamband gerir þig nefnilega enn þá fallegri. Að hafa þroska og getu til að vera hreinskilinn, að opna sig, tjá og tala er sjarmerandi.

6. Það er sjarmerandi að geta rætt djúp málefni

Rannsókn var gerð á tveimur samtalsformum. Annað var það sem kallast yfirborðshjal og hitt voru dýpri samræður. Þeir sem gátu farið dýpra og opnað sig um flókin mál voru taldir meira sjarmerandi en þeir sem voru að tala á yfirborðinu. Þess má geta að þetta er aðeins gömul rannsókn, í raun gerð fyrir tíma samfélagsmiðla, en hér er ekki verið að efa réttmæti vísindagreina sem gerðar eru af heilum hug sama hvaða áratugur var notaður í mælingarnar.

7. Bros gerir þig sjarmerandi

Í lokin koma góðu fréttirnar. Þinn innri maður/kona og hjartalag er talið hafa mikið að segja um sjarma. En í tveimur rannsóknum sem gerðar voru í Sviss komust rannsakendur að því að það þykir sjarmerandi að brosa. Það eru fáir að fara að efast um þessar rannsóknir þar sem Svisslendingar eru þekktir fyrir að beita öguðum aðferðarfræðilegum aðferðum þegar kemur að tölfræði og mannfræðilegum athugunum. Glaðlegt brosandi andlit, hvernig svo sem það er að stærð, lit eða formi, þykir fallegt og bætir upp fyrir margt sem ekki er talið samkvæmt venjulegum fegurðarstöðlum fallegt. 

Fallegt bros gerir fólk aðlaðandi.
Fallegt bros gerir fólk aðlaðandi. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál