Einföld og frískleg sumarförðun

Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti. Förðunarfræðingurinn Natalie Hamzehpour sýnir okkur hér hvernig við getum á einfaldan hátt framkallað frísklega förðun á stuttum tíma með nokkrum af nýjustu förðunarvörunum á markaðnum. 

Grunnur

Til að fá fallegan ljóma og raka í húðina byrjaði Natalie á því að bera Clarins SOS Primer á húðina en sú vara undirbýr húðina fyrir farða þó nota megi hana eina og sér til að fá ljóma. Næst notaði hún Chanel Les Beiges Sheer Healthy Glow Tinted Moisturizer SPF 30 en það er litað dagkrem sem jafnar húðlitinn á náttúrulegan hátt og verndar gegn áhrifum sólargeisla með SPF 30. Shiseido Sheer Eye Zone Corrector er léttur hyljari sem Natalie setti undir augun og á þá staði þar sem ójöfnur voru á húðinni.

Chanel Les Beiges Sheer Healthy Glow Tinted Moisturizer SPF 30.
Chanel Les Beiges Sheer Healthy Glow Tinted Moisturizer SPF 30.
Shiseido Sheer Eye Zone Corrector.
Shiseido Sheer Eye Zone Corrector.

Kinnar

Guerlain Terracotta Rêve d'Été Tinted Skincare Jelly er bronslitað og rakagefandi gel sem Natalie notaði yfir farðann til að fá aukna hlýju í andlitið. Þetta bronslitaða gel má einnig nota eitt og sér yfir allt andlitið til að fá frísklegan lit. Því næst var Chanel Les Beiges Healthy Glow Luminous Multi-Colour Powder í litnum Medium notað sem sólarpúður en þetta er sérstök útgáfa innan Les Beiges-línu Chanel og kemur í takmörkuðu upplagi. Til að fá unglegan roða í kinnarnar var Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick í lit númer 25 borið á epli kinnanna en þetta er kremað kinnalitastifti sem er sérlega auðvelt í notkun og veitir samstundis frísklegri ásýnd.

Guerlain Terracotta Rêve d'Été Tinted Skincare Jelly.
Guerlain Terracotta Rêve d'Été Tinted Skincare Jelly.
Chanel Les Beiges Healthy Glow Luminous Multi-Colour Powder.
Chanel Les Beiges Healthy Glow Luminous Multi-Colour Powder.
Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick.
Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick.

Augu

Augnförðunin er mjög létt og einföld með bleikum og brúnum tónum sem draga fram fallega tóna í flestum augnlitum. Fyrst var Shiseido Cream Eye Color-kremaugnskuggann í litnum Sango Coral borinn yfir allt augnlokið. Næst notaði Natalie ögn af brúnu tónunum úr Chanel Les Beiges Healthy Glow Natural Eyeshadow Palette til að skyggja augun. Hægt er að sleppa þessu skrefi eða nota ljósari eða dekkri tóna úr augnskuggapallettunni til skyggingar. Að lokum var Chanel Le Volume-maskarinn settur á augnhárin.

Shiseido Cream Eye Color.
Shiseido Cream Eye Color.

Nude-varalitur

Nude-varalitur er alltaf klassískur í léttri sumarförðun og byrjaði Natalie á því að móta varirnar með langvarandi varalitablýanti frá GOSH í lit 001 Nougat Crisp og bar svo varalit númer 520 úr Rouge G-línu Guerlain yfir varirnar.

GOSH í lit 001 Nougat Crisp.
GOSH í lit 001 Nougat Crisp.
520 úr Rouge G-línu Guerlain.
520 úr Rouge G-línu Guerlain.

Rauður varalitur

Það er fátt sem passar betur við hækkandi hitastig en hlýr, rauður varalitur. Í vor og sumar verður þessi litatónn áberandi á vörunum með fallegu sólarpúðri og lágmarksaugnförðun. Í þessari förðun notaði Natalie langvarandi varalitablýant frá GOSH í lit 004 The Red og mótaði varirnar. Hún bar svo varalit frá Clarins á varirnar í litnum Spicy Chili en formúlan er í mattara lagi og helst því vel á vörunum. Liturinn sjálfur er hinn fullkomni hlýi, rauði litatónn fyrir sumarið.

Hér er búið að setja rauða varalitinn á varirnar.
Hér er búið að setja rauða varalitinn á varirnar. mbl.is/Árni Sæberg
GOSH í lit 004 The Red.
GOSH í lit 004 The Red.
Clarins-varaliturinn Spicy Chili.
Clarins-varaliturinn Spicy Chili.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál