Er Gabbana að missa vitið?

Vörumerkið Dolce & Gabbana er á mikilli royalista-línu. Stefano Gabbana …
Vörumerkið Dolce & Gabbana er á mikilli royalista-línu. Stefano Gabbana lætur til skarar skríða eins og honum er einum lagið og gerir grín að herferð tískuhússins. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Í nýrri auglýsingaherferð tískuhúsins Dolce & Gabbana spyr m.a. Eva Herzigova hvort hún sé nógu mikið Dolce & Gabbana? Hún klæðist fatnaði sem minnir á kóngafólkið, mjög íburðamikill klæðnaður sem á lítið sameiginlegt með raunverulegu lífi fólks. Hún er jafnvel með kórónu á höfðinu. Tinie Tempah tekur þátt í auglýsingaherferðinni og fleiri þekktir aðilar.

Verið er að vekja athygli á nýrri línu Dolce & Gabbana og fá fólk til að birta myndir undir myllumerkinu #dgenough?

Einungis einum degi síðar birtir stefano Gabbana myndband þar sem hann hermir eftir Herzigova í verslun sem selur antíkvörur með ljósa hárkollu.

Þetta þykir einstaklega úr takt og er í raun og veru fáheyrt á sviði tísku og hönnunar. Sem dæmi var Chanel í marga áratugi að byggja upp vörumerkið sitt og vissi að hagkerfið eitt og sér væri nægilega flókið til að láta vörumerkið ganga. Hvað þá að leyfa sér að grínast með herferðir tískuhúsins.

Gabbana hefur hins vegar látið öllum illum látum að undanförnu, m.a. hefur hann talað niður til þekktra kvenna og kallað þær ljótar. Margir eru að hætta að kaupa vörumerkið á meðan stjórnandi þess er að sýna svona óvandaða hegðun eins og raun ber vitni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál