Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

Nina Dobrev fæddist í Búlgaríu en flutti með fjölskyldu sinni …
Nina Dobrev fæddist í Búlgaríu en flutti með fjölskyldu sinni til Kanada þegar hún var tveggja ára. AFP

Leikkonan Nina Dobrev ólst ekki upp í mikilli velmegun. Hún er fædd í Búlgaríu en flutti með fjölskyldu sinni til Toronto í Kanada þegar hún var tveggja ára. Dobrev segist ekki muna eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Móðir hennar keypti föt á fjölskylduna í búðinni Value Village sem hún segir vera svipaða og verslun Hjálpræðishersins.

Mamma hennar gaf versluninni gælunafnið „Versace“ og því sagðist Dobrev alltaf fá fötin sín hjá Versace. Eins og allir broddborgarar vita er hið ítalska Versace eitt virtasta tískuhús í heimi og föt og fylgihlutir frá þeim kosta skildinginn.

Nina Dobrev er núna leikkona og hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt í The Vampire Diaries. Líf hennar er því gjörólíkt því lífi sem hún lifði í Toronto. Hún segir að foreldrar hafi kennt henni mikið þó að þeir hafi sjaldan talað við hana um peninga. Dobrev segir að það mikilvægasta sem hún lærði af þeim er að maður þarf að vinna fyrir hlutunum. 

Þegar hún var unglingur vann hún í fatabúð og eyddi mestöllum peningum sínum í föt. Hún segist fara öðruvísi með peningana sína núna. „Ég eyði frekar í ferðalög og flugferðir heldur en veski og föt. Af of til splæsi ég þó í þess konar gæði. Til dæmis keypti ég Chanel-veski í París. Það var augnablik fyrir mér. Ég kaupi eitthvað handa sjálfri mér þegar ég vil fagna einhverju,“ sagði Dobrev í viðtali við InStyle. 

Nina Dobrev er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í The …
Nina Dobrev er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í The Vampire Diaries.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál