Best að máta hælaskó síðdegis

Ekki kaupa of háa hæla til að ganga í dags …
Ekki kaupa of háa hæla til að ganga í dags daglega. Pexels

Samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila er best að máta og kaupa hælaskó síðdegis. „Stærðin á fótunum getur verið mismunandi í gegnum daginn því þeir þrútna. Það er því best að kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis í stað þess að kaupa þá á morgnana. Sú stærð sem passar síðdegis er stærðin sem þú átt að kaupa,“ segir Kapila. 

Kapila segir einnig að það séu ekki til fullkomnir hælaskór. „Það eru ekki til fullkomnir hælaskór því allir meiða þeir fæturna á einhvern hátt. Lykilatriðið er hófsemi. Þú getur verið á háum hælum eitt kvöld og vitað að þú munir finna fyrir því daginn eftir, en eitt kvöld er miklu betra heldur en að ganga í hælum daglega,“ segir hún. 

Sumir vilja þó ganga í hælum dags daglega og því mælir Kapila með að finna réttu skóna og gefur þrjú ráð.

  1. Ekki kaupa of háa hæla til að vera í dags daglega. Ákjósanlegasta hæðin er á milli 2,5 sentimetra og 5 sentimetra. 
  2. Skoðaðu lögunina, ekki velja of támjóa skó því þeir þrýsta tánum saman og meiða þig ef þú ert í þeim lengi. 
  3. Forðastu að kaupa skó úr hörðu efni eins og vínyl eða leðri. Þessi efni anda ekki og því er hætta á að fá sveppasýkingu. Veldu frekar skó úr efni sem andar eins og rúskinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál