Eins og samlokugrill fyrir hrukkur

Margrét Hugrún Gústavsdóttir.
Margrét Hugrún Gústavsdóttir.

Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og eigandi Pjatt.is, segir að ljósabekkir séu eins og samlokugrill sem framleiði hrukkur. 

„Ég reyni að sofa vel, forðast mikla sól og sólböð og sleppi því að reykja. Svo eru ljósabekkir augljóslega algjört nó nó. Það fyrirbæri hef ég alltaf forðast eins og heitan eldinn enda ekkert annað en samlokugrill sem framleiðir hrukkur,“ segir Margrét spurð hvað hún geri til að minnka hrukkur.

Hvenær tókstu fyrst eftir því að húðin væri að eldast?

„Ég pældi ekkert sérstaklega í þessu fyrr en upp úr fertugu en þá fannst mér byrja að glitta eitthvað í hrukkur í kringum augun. Þær hafa hinsvegar aldrei truflað mig mjög mikið.“

Finnst þér eitthvert krem eða húðdropar hjálpa til?

„Já, krem, ekki spurning. Góð rakakrem eru húðinni algjör nauðsyn hér á okkar þurra landi. Hann Jón Þrándur húðlæknir sagði mér einhvern tíma að loftrakinn hérna væri 30% undir því sem æskilegt þætti og því ættum við helst að hafa rakatæki heima hjá okkur. Húðinni líður best þegar hún fær rakann sem hún þarf en þegar hún er þurr þá myndast hrukkurnar frekar. Sólin þurrkar hana einmitt upp og því er best að vera ekki of mikið með andlitið í henni og nota varnir. Rúsínur, sveskjur og sólþurrkaðir tómatar, þetta er jú krumpað af því að þetta er allt saman þurrkað upp.“

Hvernig er þín daglega snyrtirútína?

„Ég þríf allan farða af andlitinu á kvöldin. Fyrst með farðahreinsi og svo með þvottapoka. Passa að hafa þá alltaf hreina. Svo ber ég rakakrem á mig og stundum augnkrem. Passa að bera líka á bringu og háls. Á morgnana er það aftur þvottapokinn og svo rakakrem. Núna er ég að nota krem frá Elísabet Arden sem heitir Visible Difference og er hugsað fyrir bæði nótt og dag. Því næst er það primer og meik með góðri sólarvörn. Bæði frá Benefit.“

Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án?

„Rakakrems. Og því næst maskara. Verð að mæla með þessum sem ég nota núna. Hann er frá danska merkinu Gosh og heitir Boombastic. Hef margoft verið spurð hvort ég sé með augnháralengingar þegar ég nota hann.“

Finnst þér konur almennt leita til sérfræðinga til að minnka hrukkur og er þetta feimnismál?

„Nei, ég held ekki að hrukkur séu almennt sérstakt feimnismál meðal kvenna og sérstaklega ekki vinkvenna. Konur eru samt misjafnar hvað útlitið varðar. Ég þekki konur sem tala ekkert um svona hluti, finnst þetta mjög prívat, og aðrar sem eru mjög frjálslegar. Hvað sérfræðingana varðar þá byrja mjög margar konur að kíkja til snyrtifræðinga svona upp úr 35 ára. Þá eigum við kannski aðeins meiri pening og getum leyft okkur að pjattast, fara í rakameðferðir og svona.

Sérlegar hrukkumeðferðir, líkt og aðrar meðferðir hjá fegrunarlæknum, hafa líka færst í aukana síðustu ár eins og flestir vita, – en þær eru varla eitthvað sem pöpullinn vindur sér í sisvona enda töluvert dýrari en átta tíma svefn og almennilegt rakakrem.“

Hefur þú farið í fegrunaraðgerð?

„Já, heldur betur. Tannréttingar og aðgerð á efri augnlokum. Báðar alveg frábærar. Snillingurinn Ágúst Birgisson gerði þá síðari og hún kom mjög vel út. Það er voða leiðinlegt þegar augnlokin síga í suður. Það bæði minnkar sjónsvið og getur valdið höfuðverk en þegar maður lætur framkvæma þessa aðgerð þá lagast þetta og um leið verður ásjónan eitthvað unglegri sem er bara hressandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál