Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Lily-Rose Depp er andlit hátíðarlínu Chanel í ár.
Lily-Rose Depp er andlit hátíðarlínu Chanel í ár.

Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum.

Stjarna línunnar er án efa Le Lion de Chanel, gyllta ljómapúðrið með ljóni mótuðu á toppinn. Svo fallegt er púðrið að maður vill helst bara horfa á það en ekki snerta. Þeir sem taka þó af skarið og nota snyrtivörurnar munu horfa agndofa á spegilmynd sína og þann fallega ljóma sem endurspeglast á húðinni. Le Lion de Chanel kemur í takmörkuðu upplagi.

Málmkenndir augnskuggar

Innan línunnar má finna fjóra staka augnskugga með málmkenndri áferð sem eru með ljónsmerkinu mótuðu á toppinn. Chanel Ombre Premiére er langvarandi púðuraugnskuggi í litatónum sem ættu að henta flestum. Augnskuggarnir koma í takmörkuðu upplagi.

Hinn fullkomni rauði varalitur

Chanel La Palette Caractére er palletta sem inniheldur fimm varaliti sem þú getur notað eina og sér eða blandað saman til að fá út þinn fullkomna lit. Varalitirnir koma í mismunandi áferðum: allt frá satíni yfir í mjög matta áferð.

Chanel N°5-varaliturinn

Það þarf ekki að flækja hlutina. Chanel Rouge Allure Velvet í lit N°5 er hinn fullkomni rauði varalitur og ætti að vera í flestum snyrtiveskjum fyrir hátíðarnar. Til að auka enn á hátíðleikann eru umbúðirnar rauðar í stíl.

Neglur í stíl

Chanel færir okkur hið klassíska rauða naglalakk til að para við varalitina og svo skemmtilega rauða og græna málmkennda formúlu fyrir þær sem vilja fara aðeins út fyrir hið hefðbundna.

Fylgstu með bak við tjöldin:

Instagram: @Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

Hátíðarlína Chanel í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel …
Hátíðarlína Chanel í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel og er ljónið í aðalhlutverki.
Chanel Le Lion de Chanel er án efa stjarna hátíðarlínunnar …
Chanel Le Lion de Chanel er án efa stjarna hátíðarlínunnar og sómar sér vel í öllum snyrtiveskjum fyrir jólin.
Chanel Ombre Premiére eru fallegir púðuraugnskuggar með metalkenndri áferð.
Chanel Ombre Premiére eru fallegir púðuraugnskuggar með metalkenndri áferð.
Chanel Ombre Premiére-augnskuggarnir koma í litatónum sem eru hver öðrum …
Chanel Ombre Premiére-augnskuggarnir koma í litatónum sem eru hver öðrum fallegri.
Hannaðu þinn fullkomna varalit með Chanel La Palette Caractére.
Hannaðu þinn fullkomna varalit með Chanel La Palette Caractére.
Chanel Rouge Allure Velvet í lit N°5.
Chanel Rouge Allure Velvet í lit N°5.
Rouge Coco Closs í litunum Liquid Bronze (808) og Flaming …
Rouge Coco Closs í litunum Liquid Bronze (808) og Flaming Lips (812).
Chanel Le Vernis í litunum Flamboyance (918) og Opulence (918).
Chanel Le Vernis í litunum Flamboyance (918) og Opulence (918).
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál