Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

Hér hangir demants- og perluskrautið á perlumeni.
Hér hangir demants- og perluskrautið á perlumeni. AFP

Skargripir frönsku drottningarinnar Marie Antoinette voru boðnir upp á dögunum og seldust fyrir metupphæð. Fram kemur á vef BBC  að sett hafi verið heimsmet þegar hengiskraut Marie Antoinette var selt. 

Hengiskrautið sem er demantur og perla var metið á um tvær milljónir Bandaríkjadala en seldist á 36 milljónir Bandaríkjadala eða um fjóra og hálfan milljarð. Fyrra metið frá árinu 2011 var upp á 11,8 milljónir Bandaríkjadala en það var perluhálsmen sem áður hafði verið í eigu Elizabeth Taylor. 

Demants- og perluskartið.
Demants- og perluskartið. AFP

Fleiri skartgripir frá Marie Antoinette voru á uppboðinu, meðal annars hálsmen, eyrnalokkar og hringur. Sumir skartgripanna höfðu ekki sést í opinberlega í 200 ár. 

Austurríska prinsessan Marie Antoinette var drottn­ing Frakk­lands 1774-1791 og var síðasta drottn­ing lands­ins fyr­ir frönsku stjórn­ar­bylt­ing­una. Hún var að lok­um háls­höggv­in af bylt­ing­ar­mönn­um en sömu ör­lög hafði þá eig­inmaður henn­ar, Lúðvík XVI, þegar hlotið. 

Drottningin var þekkt fyrir mikinn lúxus en hún náði að smygla skartgripunum til fjölskyldu sinnar í Austurríki áður en hún gerði misheppnaða tilraun til þess að flýja Frakkland með eiginmanni og börnum. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál