Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skiptið

Karl Lagerfeld er einn þekktasti tískuhönnuður í heimi. Hann hefur …
Karl Lagerfeld er einn þekktasti tískuhönnuður í heimi. Hann hefur verið listrænn stjórnandi Coco Chanel frá árinu 1983. ALAIN JOCARD
Hátískulína Coco Chanel, fyrir vor og sumar árið 2019, var sýnd með pompi og prakt í Stóruhöll (Grand Palais) í Parísarborg. Þeir sem þekkja til þessarar reisulegu byggingar geta ímyndað sér fegurðina þegar fyrirsæturnar komu fram í dýrðlegum kjólum, sem sumir hverjir voru skreyttir lifandi blómum sem höfðu verið plöstuð þannig að þau munu lifa að eilífu. 

The Guardian fjallar um sýninguna en það sem vakti hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla er sú staðreynd að Karl Lagerfeld var hvergi viðstaddur hana. Þetta ku vera í fyrsta skiptið sem listræni stjórnandinn er fjarverandi. Lagerfeld sem hóf feril sinn árið 1955 fyrir Pierre Balmain tók við sem listrænn stjórnandi Chanel árið 1983. 

Hann er nú orðinn 85 ára gamall og hefur samkvæmt erlendum fjölmiðlum verið heilsulítill að undanförnu. 

Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel.

Ef marka má hátískulínu Chanel um þessar mundir verða snið í anda sjötta áratugar síðustu alda vinsæl. Það var ýmislegt sem minnir einnig á níunda áratuginn, meðal annars förðun og hár. 

Það þykir einstakt hvað Lagerfield hefur tekist að nýta sér nýjustu tækni þegar kemur að efnum. Eins þykir margt við tískulínuna í ár minna á framtíðina. En Coco Chanel sjálf var einstaklega íhaldssöm þegar kom að því að breyta tískulínum sínum á milli ára. 

Lokaatriðið vakti mikla athygli þar sem brúður mætti á sýningarpallana í sundbol og með sundhettu í anda Great Gatsby-áranna. 

View this post on Instagram

The bride took the plunge at Chanel 👰🏼👙

A post shared by Derek Blasberg (@derekblasberg) on Jan 22, 2019 at 4:53am PST

View this post on Instagram

The first images of the Spring-Summer 2019 #CHANELHauteCouture silhouettes, photographed by Karl Lagerfeld. #CHANEL @riannevanrompaey

A post shared by CHANEL (@chanelofficial) on Jan 22, 2019 at 1:27am PST

Haust og vetrarlína 2019/20 frá Chanel var kynnt í dag.
Haust og vetrarlína 2019/20 frá Chanel var kynnt í dag. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál