Þarf ekki að prýða forsíðuna aftur

Melania Trump prýddi forsíðu Vogue árið 2005.
Melania Trump prýddi forsíðu Vogue árið 2005. mbl.is/AFP

Melania Trump er ekki allra og hjálpar eiginmaður hennar, Donald Trump, ekki til. Á dögunum vakti það athygli að frú Trump hefur ekki prýtt forsíðu Vogue sem forsetafrú en á þrjár forsíður að baki. Talsmaður Melaniu Trump segir þetta þó ekki hafa áhrif á forsetafrúna. 

Í viðtali við CNN á dögunum talaði Anna Wintour, ritstjóri Vogue, fallega um frú Obama. Talaði hún einnig um það í þátíð að tímaritið hafi haft það að venju að mynda forsetafrúr Bandaríkjanna þegar eiginmenn þeirra tóku við embætti. 

Anna Wintour ritstýrir Vogue.
Anna Wintour ritstýrir Vogue. mbl.is/AFP

„Að vera á forsíðu Vogue skilgreinir ekki frú Trump, hún hefur gert það fyrir löngu áður en hún varð forsetafrú,“ sagði talsmaður Melaniu Trump að því er kemur fram á vef InStyle. Segir talsmaðurinn að hlutverk hennar sé mikilvægara en einhver yfirborðskennd myndataka og forsíða. Myndi Melania Trump ekki þiggja tilboð um forsíðu í dag.

„Þetta sýnir frekar hvernig tískutímaritageirinn er haldinn fordómum og sýnir hversu óörugg og þröngsýn Anna Wintour virkilega er. Því miður er frú Trump vön hegðun sem þessari,“ sagði talsmaðurinn. 

Það er ekki úr vegi að rifja upp forsíðuna sem Melania Trump prýddi en það var í febrúar árið 2005. Komst Melania ekki á forsíðuna vegna þess að hún starfaði sem fyrirsæta heldur fyrir það að giftast Donald Trump. Er hún ekki nefnd á nafn á forsíðunni heldur kölluð „nýja brúður Donald Trumps“ en á forsíðunni klæðist hún brúðarkjólnum sem hún klæddist í brúðkaupi hennar og Donald Trump. Kjólinn hannaði John Galliano fyrir Dior. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál