Sniðug maskaratækni Jessicu Alba

Jessica Alba kann að setja á sig maskara.
Jessica Alba kann að setja á sig maskara. mbl.is/AFP

Leikkonan og frumkvöðullinn Jessica Alba sýndi á dögunum hvernig hún farðar sig á vef breska Vogue. Það tekur tíma fyrir fólk að koma sér upp góðri aðferð til þess að nota maskara en Alba sýndi að hún býr yfir góðri tækni. 

Margar stuttar hreyfingar, ein hæg og löng hreyfing, að rúlla maskaranum upp augnhárin. Fólk notar ýmsar aðferðir til þess að koma í veg fyrir maskaraklessur á andlitinu sjálfu eða inni í augunum. 

Leikkonan byrjar á að setja á sig augnháragrunn eftir að hún notar brettara og leyfir grunninum að þorna á meðan hún heldur áfram að farða sig. Þegar hún setur á sig maskarann lokar hún augunum í stað þess að reyna að halda þeim opnum og draga burstann upp. 

Alba segir í myndbandinu að það sé mikilvægast að setja á sig maskara vegna þess að fólk horfi í augun hvað á öðru þegar það talar saman. Ef fólk hefur lítinn tíma ætti það að minnsta kosti að setja á sig maskara að hennar mati. Hún setur maskara á neðri og efri augnhárin. 

Hér að neðan má sjá myndband af Alba farða sig og meðal annars setja á sig maskara. 

Jessica Alba.
Jessica Alba. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál