Hárgreiðslumaður Demi Moore segir sannleikann

Gregory Russell gerði hárið á Demi Moore fyrir forsíðu Harper's …
Gregory Russell gerði hárið á Demi Moore fyrir forsíðu Harper's Bazaar nýverið.

Gregory Russel, hárgreiðslumaðurinn sem gerði hárið á Demi Moore óaðfinnanlegt á forsíðu Harper's Bazaar, er með einfaldar leiðir til að gera hárið fallegt. Sjálfur hefur hann aldrei litað á sér hárið.  

Það sem Russell leggur áherslu á er einfalt: að fara reglulega til fagfólks og að fjárfesta í góðum hárvörum, þá helst sjampói og næringu. Ef konur eiga góða hárfroðu, þá segir hann eftirleikinn auðveldan. 

Þegar kemur að nýjustu tísku segir hann að náttúrulegt hár, óblásið og/eða fallega liðað sé vinsælt í dag. Hárlitur sem minnir á náttúrulegan hárlit þinn og passar við húðina sé ómissandi. Hann mælir með því að fara alltaf til fagfólks þegar kemur að breytingum á hári. 

Russell þykir með fallegt hár sjálfur sem hann klippir sjaldan og litar aldrei. Það sem kemur mörgum á óvart er að hann þvær hárið á sér einvörðungu tvisvar í viku en er duglegur að næra það með allskonar olíum inni á milli.

Það sem hann leggur hvað mestu áhersluna á sjálfur er að hárið ilmi sem best.

Hann notar hármaska en varan sem hann getur ekki verið án er hárfroða. Hann segir hárfroðu hjálpa til við að viðhalda stílnum sem hann mótar í hárið hverju sinni. Hárfroða gerir það að verkum að hárið helst í þeim stíl sem því er ætlað og viðhelst þannig út daginn. 

View this post on Instagram

🇫🇷Making friends in Paris🇫🇷

A post shared by Gregory Russell (@gregoryrussellhair) on Jul 4, 2019 at 6:00am PDT



Hárfroðan frá Aveda þykir einstaklega góð.
Hárfroðan frá Aveda þykir einstaklega góð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál