Notuð rúmföt á rúmunum í Buckingham-höll

Þó drottningin hafi lifað í lystisemdum allt sitt líf kann …
Þó drottningin hafi lifað í lystisemdum allt sitt líf kann hún að endurnýta. AFP

Ef þú verður einn daginn þess heiðurs að njótandi að fá að gista í höllinni hjá Elísabetu annarri Englandsdrottningu, láttu þér ekki koma á óvart að það séu notuð rúmföt á rúmunum. 

Það sagði að minnsta kosti leikkonan Joanna Lumley. Lumley sjálf hefur verið að reyna að verða umhverfisvænni og sagði að ef það væri nógu gott fyrir drottninguna þá væri það nógu gott fyrir hana. 

Að sögn ævisöguritarans Adam Helliker kaupir höllin meðal annars notuð rúm, rúmföt og borðbúnað sem notaður er fyrir gesti hallarinnar. Helliker staðfesti að drottningin hefði bjargað öllum rúmfötunum úr konunglegu snekkjunni Britanniu, sem hætt var að nota árið 1997. Rúmfötin eru notuð í Barmoral-kastala í Skotlandi. 

Drottningin er af þeirri kynslóð sem lætur hlutina duga og endurnýtir það sem til er. Það endurspeglast meðal annars í því að hún lætur búa til koddaver úr götóttum sængurverum.

Rúmfötin í Balmoral kastala eru úr konunglegu snekkjunni Britannia sem …
Rúmfötin í Balmoral kastala eru úr konunglegu snekkjunni Britannia sem hætt var að nota árið 1997. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál