Alltaf hægt að nota glimmer til að fela

Gógó Starr er mikið máluð þegar hún kemur fram.
Gógó Starr er mikið máluð þegar hún kemur fram. ljósmynd/Sunna Ben

Dragdrottningin Gógó Starr kemur fram á fjögurra ára afmælissýningu Drag-Súgs á Gauknum í kvöld, föstudag. Gógó er vön að tjalda öllu til og það á svo heldur betur við þegar kemur að snyrtivörum. Glimmer er það mikilvægasta í snyrtibuddunni segir Gógó í samtali við Smartland. 

Hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi? 

„Ég er á einhverju svakalegu Jeffree Star-mómenti akkúrat núna, hvort sem það eru augnskuggar, highlighters eða varalitir í fljótandi formi. Ég elska varaliti sem þorna án þess að þurrka upp varirnar og haldast svo á allt kvöldið. Ég dýrka líka „chunky-glimmerið frá Dust & Dance, maður þarf einhvern veginn varla að hafa fyrir því að fá alveg brjálað wow-glimmermóment. Fyrir eyeliner hef ég notað sömu týpu nánast frá því ég byrjaði í dragi; Maybelline Lasting drama liquid ink, ódýrt, einfalt og hreinlega klikkar ekki!“

Hvað er mikilvægast að eiga í snyrtibuddunni? 

„Glimmer! Alltaf meira glimmer! En ef við erum bara að fókusa á hluti sem þú tekur með þér út, þá kemstu mjög langt bara á eyeliner og varalit, en ég vill alltaf hafa hyljara og varablýant til að laga lúkkið eftir því sem líður á kvöldið og auðvitað aukaglimmer til að halda því við. Ég nota Heavy Metal glimmer-pennana frá Urban Decay, það er svo mikil snilld til að kippa með og geta þá bætt á glimmerið eða smellt því yfir eitthvað sem er ekki lengur á réttum stað. Dragdrottningatrix dagsins; ef eitthvað er ekki að ganga upp, þá felurðu það með glimmeri. Virkar alltaf.“

Gógó Starr notar mikinn leikhúsfarða en passar að þrífa húðina …
Gógó Starr notar mikinn leikhúsfarða en passar að þrífa húðina vel. ljósmynd/Juliette Rowland


Þú málar þig mikið fyrir sýningar. Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég nota mjög heví leikhúsmeik til að tryggja að ekki sjáist í skegg og svoleiðis, en þá þarf líka að passa að þrífa húðina vel eftir á. Eitt gott trix sem ég lærði var að nota límband til að taka glimmer af svo þú sért ekki að nudda því um allt andlitið. En ég nota ýmsar vörur, maska og krem, líkar við cleansing butter frá Body Shop til að ná þykka meikinu af, makeup remover og húðhreinsikrem frá REF Stockholm til að hreinsa allt almennilega, og svo nota ég leirmaska frá Glamglow og Body Shop öðru hverju til að draga út olíur og óhreinindi úr húðinni. Annars nota ég rakakrem nánast daglega og sérstaklega varakrem - því hver vill þurrar varir? Enginn!“

Á Gógó Starr einhverja fyrirmynd þegar kemur að förðun?

„Maður fær innblástur úr öllum áttum, ég skoða mikið allskonar ýkt „meiköp“ á Instagram, ýmist frá öðrum drag-performerum en líka hinum og þessum bjútí-gúrúum. Úr RuPaul's Drag Race-heimum hefur Sasha Velour lengi vel verið ákveðið idol,  eins „meiköpið hjá Aquaria og Raven. Ég reyni að vera opin fyrir áhugaverðum hugmyndum og er mjög meðvituð um að andlitið mitt er á einhverju listrænu ferðalagi sem ég veit ekki hvar endar.“

Hvaða er á óskalistanum fyrir veturinn?

„Mér finnst gaman að prófa nýja hluti en það er algjör óþarfi að kaupa allt sem kemur nýtt á markaðinn bara af því að einhver áhrifavaldur er að gefa það út, segir gellan með allt Jeffree Star-dótið. En ég væri til í að prófa varalitina og glimmerið frá Coverboy og nýju blautu augnskuggana frá Lady Gaga. En annars dýrka ég að fara í húðdjúphreinsun og smá svona andlitsspa-móment. Klikkar aldrei.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál