Giftu sig á náttfötunum

Leti eða sparsemi?
Leti eða sparsemi? Ljósmynd/Colourbox

Par nokkurt hefur verið kallað lummulegt fyrir að gifta sig í náttfötum og bjóða upp á morgunkorn í brúðkaupsveislunni. Þema veislunnar var gistipartý og því samkvæmt voru brúðhjónin í náttfötum í stíl sem á stóð „brúður“ og „brúðgumi“. 

Brúðkaupsgestir voru beðnir um að mæta einnig í náttfötum og auk morgunkornsins var boðið upp á heita mjólk að drekka. Manneskjan sem gaf þau saman var einnig í náttfötum, á þeim stóð „marrier“ eða „giftari“.

Í þræði á Reddit er brúðkaupið rætt. Umræðurnar hófust á því að viðkomandi væri almennt hrifinn af brúðkaupum sem krefðust þess ekki að fólk tæmdi bankabækur sínar. Þetta væri hins vegar eiginlega of ódýrt. Annar skrifaði þá ahugasemd að þetta brúðkaup væri ekki merki um sparsemi heldur einfaldlega leti. 

Frá brúðkaupsdeginum.
Frá brúðkaupsdeginum. skjáskot/Reddit
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál