Alveg nýr svipur með litanæringu

Svanhildur Karen Júlíusdóttir er hér með litanæringu í hárinu.
Svanhildur Karen Júlíusdóttir er hér með litanæringu í hárinu.

Sara Anita Scime, hárgreiðslumeistari á Kompaníinu notaði litanæringuna Alchemic Creative Conditioner frá Davines til þess að fá alveg nýjan tón í hár Svanhildar Karenar Júlíusdóttur.

Sara setti strípur í allt hárið á Svanhildi Karen daginn áður en litanæringin Alchemic Creative Conditioner var sett í hárið.

„Ég notaði bleiku næringuna Coral Aalchemic og OI-næringu saman og notaði jafna hluta af þeim. Næringuna bar ég í rakt hárið við vask og lét bíða um 15 mínútur. Þá blés ég hárið upp úr Liquid Spell og It's a Volume Boosting Mousse sem ég blandaði saman. Í hárið fór líka Dede Hair Mist og Melu Hairshield. Ég krullaði hárið með HH Simonsen True Divinity-sléttujárninu, spreyjaði yfir krullurnar með Your Hair Assistant-hárspreyinu og Shimmering Mist úr More Inside-línunni,“ segir Sara.

Svona leit hárið út áður en næringin fór í það.
Svona leit hárið út áður en næringin fór í það.
Sara blandaði þessum tveimur litum saman.
Sara blandaði þessum tveimur litum saman.

Sara setti bláa næringu í hárið á Laufeyju Guðnadóttur sem var með aflitað hár áður en næringin fór í hárið á henni. 

„Ég setti einn hluta af blárri Alchemic næringu í hana á móti þremur hlutum af OI næringu. Þegar ég að var búin að blanda þeim saman setti ég eins og eina matskeið af fjólublárri næringu útí blönduna. Ég bar hárnæringuna í rótina á Laufey í þurrt hárið og notaði pensil. Ég breytti örlítið blöndunni fyrir lengdina á hárinu en þar bætti ég meira af fjólublárri næringu út í þar sem að ég mér fannst endarnir vera örlítið hlýrri.“

Sara lét næringuna bíða í hárinu í um það bil 20 mínútur en þá skolaði hún hárið og gerði það tilbúið fyrir blástur. 

„Ég blés hana upp úr Liquid Spell sem ég blandaði saman við OI olíuna í lófanum og bar efnið í allt hárið og svo notaði ég Melu hitavörn.
Eftir að ég blés hárið þá slétti ég hárið með True divinity sléttujárninu frá HH Simonsen og spreyjaði yfir allt hárið shimmering mist úr More Inside línunni.“

mbl.is
Hér er Sara að lita hárið á Laufeyju blátt.
Hér er Sara að lita hárið á Laufeyju blátt.

Sara Dögg Davíðsdóttir var með eins sm rót í hárinu og var það frekar gulleitt og upplitað. 

„Ég setti yfir hana fjólubláa næringu tvö hluta blandaða saman við OI næringu einn hluti og bar í rakt hárið. Næringin beið í rúmar 20 mínútur.
Ég blés hana svo upp úr Liquid Spell og OI olíu og Melu Hair Shield. Ég létti hárið með 
True Divinity frá HH Simonsen og notaði Relaxing Mosturising Fluid í hárið til að fá mýkri áferð og meiri glans. Að lokum notaði ég Shimmering Mist og smá My Hair Assistant hársprey.“

Jared Jolon Bennett var með um það bil eins sm rót og var hárið gyllt á litinn þegar Sara setti litanæringu í það. 

„Ég setti bleika næringu í hann, um það bil þrjá hluta og einn hluta af OI næringunni.
Ég skolaði hárið og setti OI olíuna í hann og leyfði hárinu að þorna að mestu að sjálfu sér.
Ég setti svo aðeins af Curl Cream í hárið til að fá betra hald og að lokum Your Hair Assistant hársprey til að fá skemmtilegri áferð.“

Jared Jolon Bennett.
Jared Jolon Bennett.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál