8 Heitustu ilmvötnin fyrir jólin

Ofurfyrirsætan Karlie Kloss er andlit Good Girl frá Carolina Herrera.
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss er andlit Good Girl frá Carolina Herrera.

Fátt vekur jafn sterkar minningar og tilfinningar eins og ilmur. Hvort sem það er ilmur af mat eða ilmur af manneskju eru slíkar minningar gjarnan tengdar hátíðlegum tilefnum. Það er því alltaf gaman að eiga sérstakt og vandað ilmvatn sem vekur skynfærin, kemur manni í hátíðlegt skap og er hluti af minningum góðra stunda.

Good Girl Glorious Gold frá Carolina Herrera

Kremaðar möndlur og kaffi blandast tonkabaunum, kakói og sandalviði og vanillu í þessu ómótstæðilega ilmvatni. Hér er upprunalega ilmvatnið í sérstaklega hannaðri flösku sem kemur í takmörkuðu upplagi en gulllitaður og glitrandi hælaskórinn minnir að sjálfsögðu á hátíðirnar fram undan. 

Carolina Herrera Good Girl Glorious Gold, 18.999 kr. (80 ml.)
Carolina Herrera Good Girl Glorious Gold, 18.999 kr. (80 ml.)

Nomade Absolu de Parfum frá Chloé

Kvenleiki og fágun einkennir franska tískuhúsið Chloé en ilmvötn þess eru löngu orðin klassísk. Nomade kom á markað í fyrra og er það hugsað fyrir hina djörfu og ævintýragjörnu Chloé-konu. Nomade Absolu de Parfum er dýpri útgáfa af hinu upprunalega ilmvatni þar sem andstæður á borð við plómur og mosa mætast. Ilmurinn er hannaður fyrir hina veraldarvönu og sjálfsöruggu konu sem sækir innblástur í lífsreynslu sína. 

Chloé Nomade Absolu de Parfum, 9.999 kr. (30 ml.)
Chloé Nomade Absolu de Parfum, 9.999 kr. (30 ml.)

Libre frá Yves Saint Laurent

Nýjasta ilmvatnið frá Yves Saint Laurent er arómatískt en þó ferskt þar sem hvít blóm og sítrus ávextir koma við sögu. Ilmvatnsglasið hefur heillað snyrtipinna hér á landi en gyllt YSL-merkið umvefur það. 

Yves Saint Laurent Libre Eau de Parfum, 9.999 kr. (30 …
Yves Saint Laurent Libre Eau de Parfum, 9.999 kr. (30 ml.)

Boss The Scent For Her Absolute frá Hugo Boss

The Scent For Her hefur notið gífurlegra vinsælda á Íslandi og um heim allan, enda er um að ræða flauelsmjúkan og gómsætan ilm. Nú er komin ákafari útgáfa af ilminum á markað sem nefnist The Scent For Her Absolute. Þessi ilmur færir okkur enn meira að munúðarfulla kynþokkanum sem einkennir upprunalega ilmvatnið. Vanilla, kaffi og hlý krydd í bland við hunangslegnar ferskjur er skotheldur ilmur. 

Boss The Scent For Her Absolute, 10.899 kr. (30 ml.)
Boss The Scent For Her Absolute, 10.899 kr. (30 ml.)

Scandal by Night frá Jean Paul Gaultier

Gómsætur ilmur sem færir okkur hunang og sítrus-ávexti í byrjun en við tekur patsjúlí, tonkabaunir og sandalviður. Ilmvatnsglasið er mjög skemmtilegt og fallegt á snyrtiborðið. 

Jean Paul Gaultier Scandal By Night, 12.799 kr. (50 ml.)
Jean Paul Gaultier Scandal By Night, 12.799 kr. (50 ml.)

Mon Guerlain Intense frá Guerlain

Með lofnarblóm í aðalhlutverki ásamt vanillu frá Tahítí og sandalviði færir þessi ilmur okkur hlýju en í senn ávanabindandi ferskleika. Í þessari áköfu útgáfu af hinum upprunalega Mon Guerlain-ilmi má finna áhugavert innihaldsefni á borð við lakkrís í botnnótum ilmvatnsins. Það geta fáir staðist þennan einstaka ilm.

Guerlain Mon Guerlain Eau de Parfum Intense, 13.990 kr. (50 …
Guerlain Mon Guerlain Eau de Parfum Intense, 13.990 kr. (50 ml.)

Woman Intense frá Ralph Lauren

Styrkur og kvenleiki hvítra blóma koma við saman í þessum ilmi ásamt svartri vanillu og sandalviði. Þessi austræni blómailmur er hannaður fyrir konur sem lifa og leiða með ákefð. Kostar 11.999 kr. 50 ml.

Ralph Lauren Woman Intense, 11.999 kr. (50 ml.)
Ralph Lauren Woman Intense, 11.999 kr. (50 ml.)

Bloom Ambrosia di Fiori frá Gucci

Gucci býður þér að uppgötva forna veröld þar sem drykkur með ambrosia var drukkinn af grísku guðunum til að öðlast eilífð. Þetta ilmvatn er ólíkt öllu öðru sem þú hefur fundið, þetta er blómasprengja umvafin hlýju. Þú munt ekki geta hætt að hugsa um ilminn. 

Gucci Bloom Ambrosia di Fiori, 15.599 kr. (50 ml.)
Gucci Bloom Ambrosia di Fiori, 15.599 kr. (50 ml.)
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál