Sænsku prinsessurnar í sínu fínasta

Madeleine prinsessa og Nóbelsverðlaunahafinn William G. Kaelin.
Madeleine prinsessa og Nóbelsverðlaunahafinn William G. Kaelin. AFP

Sænsku prinsessurnar voru svo sannarlega eins og klipptar út úr ævintýri á afhendingu Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum og vísindum í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Viktoría krónprinsessa, Madeleine prinsessa og mágkona þeirra Sofia prinsessa geisluðu í gríðarlega fallegum kjólum í Stokkhólmi.

Viktoría var í svörtum og hvítum kjól frá sænska hönnuðinum Selam Fessahaye. Madeleine gerði sér ferð alla leið frá Flórída í Bandaríkjunum til að vera viðstödd afhendinguna. Hún klæddist bleikum hlýralausum Barbie-kjól. 

Sofia var í einstaklega fallegum bláum kjól með kórónuna sem hún fékk að gjöf fyrir brúðkaup sitt árið 2015. Búið var að bæta bláum steinum í kórónuna sem passaði einstaklega vel við kjólinn hennar. 

Viktoría krónprinsessa ásamt Nóbelsverðlaunahafanum James Peebles.
Viktoría krónprinsessa ásamt Nóbelsverðlaunahafanum James Peebles. AFP
Viktoría krónprinsessa var með einstaklega fallega kórónu.
Viktoría krónprinsessa var með einstaklega fallega kórónu. AFP
Kjóll Madeleine prinsessu var fagurbleikur.
Kjóll Madeleine prinsessu var fagurbleikur. AFP
Madeleine prinsessa.
Madeleine prinsessa. AFP
Sofia prinsessa ásamt Nóbelsverðlaunahafanum Didier Queloz.
Sofia prinsessa ásamt Nóbelsverðlaunahafanum Didier Queloz. AFP
Kóróna Sofiu var einstaklega falleg þetta kvöld.
Kóróna Sofiu var einstaklega falleg þetta kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál