Ilmurinn sem heillar karlmenn

Sumir ilmtónar eru taldir líklegri en aðrir til að örva …
Sumir ilmtónar eru taldir líklegri en aðrir til að örva fólk. mbl.is/Thinkstockphotos

„Alltaf þegar ég setti á mig Chanel N°5 þá virtist ég eiga endalausan séns á djamminu,“ minnist móðir mín þegar talið berst að ilmvötnum. Er það raunin, að ilmur geti haft svona mikil áhrif á aðdráttarafl?

The Smell and Taste Treatment and Research Foundation framkvæmdi rannsókn þar sem skoðað var hvaða ilmur jók blóðflæði til getnaðarlims karlmanna. Það kom fáum á óvart að vanilla hafði hvað mest áhrif á mennina í rannsókninni, en allt frá 18. öld hefur vanilla verið notuð í kynörvandi tilgangi. Kleinuhringir og lakkrís voru í öðru sæti og graskersbaka í því þriðja. Rannsakendur töldu þó að hlýir kryddtónar graskersbökunnar, á borð við kanil og engifer, hefðu spilað þar inn í. Appelsínur, dalaliljur, rósaolía, sandalviður, lofnarblóm, jasmína, patchouli, ylang-ylang, muska og kryddaðir og hlýir tónar höfðu heilt yfir mest áhrif á mennina sem tóku þátt í rannsókninni.

Mon Guerlain Bloom of Rose Eau de Parfum frá Guerlain …
Mon Guerlain Bloom of Rose Eau de Parfum frá Guerlain inniheldur þó nokkra af þeim ilmtónum sem virtust höfða til karlmanna í rannsókninni. Þetta ilmvatn inniheldur meðal annars rósir, lofnarblóm, jasmínu, patchouli og sandalvið.

Muskan kynörvandi fyrir bæði kynin

Mekkín Ragnarsdóttir, snyrtifræðingur hjá Madison Ilmhúsi, er mikill ilmsérfræðingur og tók vel í að svara spurningum mínum um hinar ýmsu kenningar og vangaveltur varðandi ilm og aðdráttarafl. „Ótal misáreiðanlegar rannsóknir hafa verið gerðar á tengslum ilmefna og kynörvunar og því ljóst að um er að ræða einstaklingsbundnar tengingar. Engu að síður hefur frá fornu fari ýmsum ilmi frekar verið hampað en öðrum sem kynörvandi, svo sem vanillu, ambri og að sjálfsögðu musku. Upphaflega var muskan unnin úr karldádýrum á fengitíma en þessi mjúki náttúruilmur laðaði ekki aðeins að kvendádýr heldur mannskepnuna einnig. Í dag er muska í ilmvötnum manngert efni en telst enn sá ilmur sem helst virkar kynörvandi og fyrir bæði kynin.“

Carner D600 Eau de Parfum byggir á vanillu og hlýjum …
Carner D600 Eau de Parfum byggir á vanillu og hlýjum kryddum. Samkvæmt rannsóknum ætti þessi ilmur að slá í gegn hjá mörgum. Fæst í Madison Ilmhúsi, eða í vefverslun þeirra á madison.is, og kostar 18.900 kr.
Original frá Riddle er ilmolía sem byggir á musku og …
Original frá Riddle er ilmolía sem byggir á musku og ambur. Ilmurinn breytist við snertingu húðar hvers og eins en hann er sérlega aðlaðandi. Fæst í versluninni Nola, eða í vefversluninni nola.is, og kostar 7.990 kr.

„Að mínu mati eru það svo hinir ýmsu mýkri tónar sem laða að karlmenn, til dæmis sætukeimur, ferskleiki og svona ljúfir tónar sem bera með sér kvenlegt sakleysi. Það eru nótur á borð við jasmínu, vanillu og magnólíu,“ telur Mekkín upp en segir að mökunardansinn sé merkilegt fyrirbæri. „Í því ferli erum við að reyna að skarta okkar fegursta með sjálfstraustið í botni á sama tíma og við hríslumst af vanmætti og efasemdum í eigin garð. Mín kenning um mökunardans gagnkynheigðra er sú að karlmaðurinn kýs að sýna sínar karlmannlegustu hliðar til þess að heilla konuna og beri hún sterka, stingandi ilmi geti það hreinlega ógnað karlmennskunni á þessari ögurstundu. Því legg ég til mýkri ilmvötn sem ýta undir hreint og kvenlegt sakleysið sem á vissan hátt mætti teljast dáleiðandi máttur kvenmannsins,“ segir Mekkín.

Chanel Chance Eau Tendre er mjúkur og ferskur ilmur sem …
Chanel Chance Eau Tendre er mjúkur og ferskur ilmur sem byggir á jasmínu, rósum og hvítri musku.

Minning um ilm

Því hefur gjarnan verið haldið fram að tengsl séu á milli minningar um ilm og aðlöðunar. Stundum hefur verið sagt í gríni að kona laðist að karlmanni sem notar sambærilegan ilm og faðir hennar eða að karlmaður laðist að konu sem noti sambærilegan ilm og móðir hans. „Ég tel að áhrifin sem ilmur foreldris kallar fram séu heldur tengd öryggi og vellíðan frekar en losta. Við sækjum í það sem við þekkjum og öryggi barnæskunnar er sannarlega þar á meðal. Að sama skapi getur ilmur kallað fram slæmar minningar úr æsku og þá forðumst við sennilega viðkomandi. Burtséð frá kenningunni um ilminn af foreldrum og almennt tel ég ljóst að tengsl eru á milli minninga um ilm og upplifunar sem getur að sjálfsögðu verið kynörvun,“ segir Mekkín.

Konan sem fíkniefni

Að sögn Mekkínar notast ilmhönnuðir gjarnan við ilm af vímugjöfum á borð við ópíum, kannabis, tóbak og áfengi. „Þetta eru ilmgjafar sem eiga það sameiginlegt að vera mjúkir og flestir þéttir í sér. Segja má að ilmurinn, líkt og áhrif efnanna, sé ávanabindandi og auðséð að það hjálpar þegar til stendur að klófesta karlmann. Ilmvötn sem þessi hafa ávallt verið hluti af vopnabúri mínu og ég sífellt til í að prófa ný ilmvötn sem innihalda spennandi „vímugjafa“, ef svo má að orði komast,“ segir Mekkín og bendir á ilmvatnið Narcotic V frá Nasomatto. „Þetta er einn af mínum uppáhaldsilmum en hann var hannaður með máttuga kynorku konunnar í huga og hugmyndina um að konan sé fíkniefni. Innihaldsefnin eru ekki gefin upp en augljóslega er um samsuðu ávanabindandi efna að ræða sem hreinlega dáleiða.“

Kynorka konunnar endurspeglast í Narcotic V Extrait de Parfum frá …
Kynorka konunnar endurspeglast í Narcotic V Extrait de Parfum frá Nasomatto. Fæst í Madison Ilmhúsi, eða í vefverslun þeirra á madison.is, og kostar 21.000 kr.

Þarf kjark til að bera kraftmikið ilmvatn

„Það þarf kjark til að bera kraftmikið ilmvatn,“ segir Mekkín en að hennar mati fari það eftir því hvernig viðkomandi er upplagður hverju sinni. „Mér finnst að allir ættu að eiga nokkur ilmvötn. Sjálf á ég „power woman“-ilmvötn en ef ég er lítil í mér nota ég frekar mýkri og vinalegri ilmvötn sem hjálpa til við að falla í fjöldann,“ segir hún og bendir á að það sé alls ekki þannig að kraftmiklir ilmir séu hentugri þegar kemur að makaleit. „Kraftmikil ilmvötn innihalda oft freka og stingandi tóna. Það stangast í raun á við kenningu mína um mjúku tónana sem karlmenn laðast að,“ útskýrir Mekkín. Hvort sem ilmvötn hjálpa til í makaleitinni eða ekki er eitt víst; að það er ávallt hrein unun að spreyja á sig vönduðum og einstökum ilmi.

Mekkín Ragnarsdóttir, snyrtifræðingur hjá Madison Ilmhúsi og ilmspekúlant.
Mekkín Ragnarsdóttir, snyrtifræðingur hjá Madison Ilmhúsi og ilmspekúlant.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál