Kórónu-jakkafötin viðeigandi í dag

„Fancy föstudagur“ á heimaskrifstofunni hjá Oddi.
„Fancy föstudagur“ á heimaskrifstofunni hjá Oddi. Ljósmynd/Aðsend

Eins og margir um þessar mundir vinnur Oddur J. Jónasson, forstöðumaður flutnings- og þýðingadeildar Stöðvar 2, heima. Til að halda andanum góðum á sinni deild hefur hann skipulagt þemadaga alla daga vikunnar. Í dag var „Fancy Friday“ og því var viðeigandi að klæða sig í Kórónu-jakkaföt frá síðustu öld. 

Jakkafötin fékk Oddur frá tengdaföður sínum. Einhverjir ættu að kannast við Kórónu-jakkafötin en þau eru alls óskyld kórónuveirunni. Kórónu-jakkaföt voru gríðarlega vinsæl á sjöunda áratug síðustu aldar. Auglýsing fyrir jakkafötin er kannski landsmönnum ofarlega í minni en leikarinn Bessi Bjarnason lék stórleik í auglýsingunni.

„Hann keypti sér þessi föt fyrir 40 árum eða árið 1981 á útsölumarkaði á Skúlagötunni. Hann var að byrja að vinna í Seðlabankanum þá og vantaði fín föt fyrir vinnuna,“ segir Oddur. Oddur segir að fötin hafi eflaust verið að detta út tísku á þessum tíma þar sem þau hafi verið komin á lagerútsölu. 

Oddur hefur leikið á als oddi síðustu vikurnar og hafa þemu eins og hjólhýsahyskisþema, '80-þema og buxnalaus dagur slegið í gegn.

Hann segir að þemadagarnir hafi mælst vel fyrir í deildinni hans og þau séu með lokað svæði þar sem þau deila myndum af sér í fötum dagsins. Þau hafa lagt mikið kapp á að „hittast“ á netinu til þess að viðhalda góðum anda.

Hjólhýsahyskisþema.
Hjólhýsahyskisþema. Ljósmynd/Facebook

„Seinnipartinn á föstudögum hittumst við í „happy hour“ og spjöllum saman. Síðan erum við með kaffistofufund einu sinni í viku þar sem við hittumst og drekkum kaffi og spjöllum, í stað þess að hver sitji í sínu horni,“ segir Oddur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál