Ómissandi fyrir húðina í sumar

Jerney Graj/Unsplash

Þótt sumrin gefi okkur ærin tækifæri til að vera löt og sofa út þá er þetta tími þar sem húðumhirðan má ekki fara út í veður og vind, akkúrat þegar sólin skín sem skærast á andlitið og við dýfum okkur sem aldrei fyrr í klórsundlaugar.

Góð hreinsun

Það getur verið freistandi í lötum sumarfríum að láta kvöldrútínuna út í veður og vind en trúið okkur, það er ekki þess virði. Margir eru viðkvæmari í húðinni yfir sumarið, fá þurrkubletti, roða og léttan rósroða og ekki sama hvernig farðahreinsir er notaður. Sensibio H2O-hreinsivatnið frá Bioderma er mjög góður fyrir þessar húðgerðir en það er ætlað til hreinsunar á farða, bæði á andliti og augum. Hreinsirinn ertir ekki húðina, heldur frekar að hann rói og og er einkar góður fyrir viðkvæmari húðgerðir. Fyrir viðkvæma sem eru alltaf að leita að hreinsivörum sem þeir þola þá er öll Sensibio-línan frá Bioderma fyrir þessa húðgerð.

Góður en léttur raki

Það er ekki mjög viturlegt ekki sleppa rakakreminu þótt þér finnist þú ekki þurfa þess en sumum finnst jafnvel óþægileg tifinning að hafa eitthvað yfirhöfuð framan í sér. Fyrir þær sem þola illa „kremtilfinningu“ er Bobbi Brown með mjög góða lausn: Hydrating Water Fresh Cream, sem eins og nafnið gefur til kynna, er að stærstum hluta vatn, eða 70 prósent. Að bera það á sig er mjög farri nokkurri „kremtilfinningu“ en þó alveg afbragðsrakabomba fyrir húðina.  

Góð vörn

Þrátt fyrir að 30 ár séu liðin síðan UV Plus kremið frá Clarins kom á markað hefur það allar götur sínar verið ein af söluhæstu vörum snyrtivöruframleiðandans. Á sínum tíma setti kremið svolítið tóninn í kremum sem verja fyrir bæði sól og mengun en nú hefur kremið verið „uppfært“ og kemur í endurbættri útgáfu með aukna vernd fyrir utanaðkomandi skaðleg áhrif í huga. Tilfinningin er að vera varin í bak og fyrir og ilma um leið dásamlega.

Fílapenslar fara ekki í frí

Fílapenslar fara því miður ekki til annarra landa á sumrin og til að eiga við þá er góð umhirða lykilatriði en það getur líka verið gott að bæta einhverju aðeins sterkara við eins og ávaxtasýrum og af þeim vörum má nefna Superserum frá Glamglow. Serumið hreinsar bæði húðina vel, hún er sléttari og stinnari viðkomu en þess má geta að tímaritið Glamour valdi serumið eitt af því allra besta á síðasta ári. Með seruminu er mjög gott að nota Superwatergel-kremið frá Glamglow sem er alveg olíulaust.

Þegar allur raki í heiminum er ekki nóg

Það eru ekki allir sem komast upp með að nota „létt“ rakakrem á sumrin. Raunar duga þeim ekki heldur miðlungsraki heldur virðist húðin síþyrst og drekkur í sig allt sem kemur á húðina. Þar gæti Super Potent Rich Creme úr Capture Totale-línu Dior komið að góðu en kremið er eitt af þessum þykku, góðu rjómakenndu rakakremum. Kosturinn við kremið er að það skilur þó ekki eftir sig þá tilfinningu að maður hafi borið á sig smjör og það ilmar dásamlega. 

Ekki gleyma augnhúðinni

Breska Vogue valdi undir lok síðasta árs bestu augnkremin og og þar á lista yfir augnkrem sem eru talin sérstaklega góð fyrir viðkvæm augu og augnhúð, var Shiseido Ultimune Eye. Það ætti að henta öllum vel sem koma rauðeygðir úr sundi! Um leið vinnur það á dökkum blettum og fínum línum, og kemur í afar smart túpu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál