Hárlengingar Jolie vöktu eftirtekt

Hárlengingar leikkonunnar Angelinu Jolie vöktu mikla athygli.
Hárlengingar leikkonunnar Angelinu Jolie vöktu mikla athygli. AFP

Óvenjulegt hár leikkonunnar Angelinu Jolie vakti mikla athygli á rauða dreglinum í Róm á Ítalíu nú á dögunum. Jolie mætti skínandi fín á rauða dregilinn til að vera viðstödd frumsýningu á kvikmyndinni The Eternals, en hún fer með eitt aðahlutverkanna í myndinni. Jolie mætti í glæsilegum Versace síðkjól sem var silfraður að lit og opinn í bakið og var ekkert hægt að setja út á það. Page Six greinir frá.

Húðflúrin á baki hennar fengu að njóta sín þar sem kjóllinn var vel opinn. En húðflúrin fela alls kyns og margs konar táknmyndir í sér, þá einna helst tengdum Búddisma. Það var þó ekki það sem þótti vekja eftirtekt heldur voru það ójafnar hárlengingarnar í hári hennar sem þóttu ekki passa við heildarútlitið. Hárlengingarnar voru ónáttúrulegar og blönduðust illa við hennar náttúrulega hár sem gerði það að verkum að beinir stallar tóku að myndast. 

Jolie á dreglinum.
Jolie á dreglinum. AFP

Aðdáendur tjá sig um hárið

Aðdáendur Jolie hafa látið sig málið varða í gegnum samfélagsmiðla og hafa þeir deilt vangaveltum sín á milli vegna skringilegu hárgreiðslunnar.

 „Nú verður einhver rekinn,“ tísti einn á meðan margir veltu því fyrir sér hvort hárgreiðslufólkið sem annaðist Jolie hafi fengið sér aðeins og mikið í aðra tánna. „Sá sem á heiðurinn á hári Angelinu Jolie hlýtur að vera vinur Jennifers Anistons,“ benti annar Twitter-notandi á. 

Hvort sem hár hennar var gert vísvitandi með þessum hætti eða ekki er ómögulegt að geta til um, en óvenjulegt þykir það vera. Það eitt er víst.

Angelina Jolie ásamt tveimur af dætrum sínum.
Angelina Jolie ásamt tveimur af dætrum sínum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál