Á hátt í 100 skyrtur í fataskápnum

Svava Kristín í hvítri skyrtu sem hún lét bródera nafn …
Svava Kristín í hvítri skyrtu sem hún lét bródera nafn sitt í, S. Grétars. Eggert Jóhannesson

Eyjapæjan og íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir er óneitanlega ein best klædda konan á landinu. Svava segist alltaf hafa verið létt kaupasjúk og ber fataskápur hennar svo sannarlega þess merki. Segist hún elska að blanda saman nýju og notuðu og eigi það til að þræða helstu nytjamarkaði í leit að glingri og gersemum. Þá segist hún alveg óhrædd við að blanda ódýrum fatnaði af nytjamörkuðum saman við fokdýrar merkjaflíkur.

Svava Kristín er í senn með tignarlegan og töff fatastíl og leggur mikið upp úr því að vera alltaf smekklega til fara. Hún segir stíl sinn ansi sveigjanlegan en hann þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að vera Svövu-legur, eins og hún kallar það.
„Ég er algjörlega búin að finna minn stíl. Hann getur verið mjög sveigjanlegur en alltaf Svövu-legur,“ segir hún þegar hún er beðin að lýsa stílnum sínum.

Svava hefur mikið dálæti á hvítum skyrtum líkt og sjá …
Svava hefur mikið dálæti á hvítum skyrtum líkt og sjá má. Eggert Jóhannesson

Hvernig föt klæða þig best?

„Það er ótrúlegt hvað hvítar skyrtur klæða mig vel, enda er það svona það sem ég enda langoftast í. Svartar háar buxur, hvít skyrta og leðurjakki er svona mitt „go-to“. Ég fell alltaf fyrir hvítum skyrtum. Það er eiginlega galið hvað þessi venjulega flík getur alltaf heillað mig.“

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Það fer auðvitað eftir því hvort ég er í vinnu eða ekki. Þegar ég er í fríi fæ ég oft unglingaveikina. Þá geng ég bara um í kósígalla, hettupeysu og þægilegum buxum. Hina dagana eru það svartar fínar buxur, hvít skyrta og oftar en ekki fer ég í peysu yfir skyrtuna.“

Stundum fær Svava unglingaveikina. Þá sérstaklega þegar hún er í …
Stundum fær Svava unglingaveikina. Þá sérstaklega þegar hún er í fríi frá vinnu. Eggert Jóhannesson

Hvernig klæðirðu þig þegar þú ert að fara eitthvað fínt?

„Stundum er lítill munur á því hvernig ég er klædd í vinnu eða á leiðinni eitthvað fínt, þannig er vinnan mín bara. En ég elska samfestinga, dragtir og fallegar satínblússur/skyrtur.“

Hvernig ákveður þú í hverju þú ert í beinni útsendingu?

„Það er engin stór ákvörðun á bak við það svo sem. Stundum er ég búin að ákveða það daginn áður, stundum gríp ég bara eitthvað sem er straujað og fínt þann daginn. En ég viðurkenni að það er minni hugsun á bak við þetta í fréttunum en í einstaka þáttum, þar sem ég er talsvert oftar í fréttasettinu.“

Íþróttafréttakonan þarf að líta vel út í fréttasettinu. Þá gera …
Íþróttafréttakonan þarf að líta vel út í fréttasettinu. Þá gera góðar satín skyrtur oft gott mót. Eggert Jóhannesson

Hvað er að finna í fataskápnum þínum?

„Þar er sko allur skalinn. Tæplega 100 skyrtur og nú er ég ekki einu sinni að ýkja. Helmingurinn af þeim er hvítur en hinn helmingurinn í öllum regnbogans litum. Þar er að finna mikið af samfestingum og síðkjólum, vegna þess að ég er mjög dramatísk þegar kemur að því að vera mjög fín. Það eru auðvitað þó nokkrir blazerar, svona ekta fréttakonujakkar, og svo vil ég helst ekki vita hversu marga stuttermaboli er þar að finna. Fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim á daginn er að fara úr skyrtunni og yfir í stuttermabol.“

Hvíta teinótta dragtin sem Svava keypti of litla en ætlar …
Hvíta teinótta dragtin sem Svava keypti of litla en ætlar sér að komast í einn daginn. Eggert Jóhannesson

Verstu fatakaupin?

„Alveg klárlega öll fötin sem ég hef keypt of lítil því mín stærð var ekki til. Svo sannfæri ég sjálfa mig um að ég muni passa í þau bráðum. Það hefur aldrei gerst. Til dæmis falleg hvít dragt sem ég keypti einu sinni. Ég tel mér trú um það enn þann dag í dag að einn daginn muni ég komast í hana. Set hér með þá pressu á mig,“ segir Svava og hlær.

Bestu fatakaupin?

„Spaksmannsspjarabuxur sem ég kaupi alltaf aftur. Er á þriðju eða fjórðu buxunum núna. Hef aldrei átt flík sem klæðir mig eins vel. Það er alltaf hægt að klæða þær upp og niður. Má ég svo segja eina tösku? Því Marc Jacobs-taskan mín hefur líka svo sannarlega staðið undir væntingum og kostnaði. Hana nota ég nær daglega. Ótrúlega þægileg, klæðileg og það kemst ótrúlegt magn í hana.“

Svava Kristín segir buxur frá Spakmansspjörum vera ómissandi í fataskápinn.
Svava Kristín segir buxur frá Spakmansspjörum vera ómissandi í fataskápinn. Eggert Jóhannesson

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?

„Eflaust alveg hellingur að mati annarra en ég sjálf tek þeim ekki sem einhverjum tískuslysum. Til að nefna eitthvað þá myndi ég samt segja blessaða Apple-úrið mitt. Þetta er auðvitað alveg einstaklega ljótt og væri ég til í að vera meira með eitthvað fallegt úr á hendinni en þetta er bara svo helvíti þægilegt.“

Hvað finnst þér flott á öðrum en myndir aldrei fara í sjálf?

„Það eru svo margir tískustraumar sem mér hefur þótt sjúklega töff en það bara klæðir mig ekki. Til dæmis alveg víðar buxur og extra víður jakki við eins og er svo mikið í dag. Allt svona blúndu, blóma og pastellitir passa mér alls ekki en mjög sætt á öðrum.“

Apple úrið er ekki mikið fyrir augað að mati Svövu. …
Apple úrið er ekki mikið fyrir augað að mati Svövu. Ekki nema ef þægindin verða sett ofar útlitinu. Eggert Jóhannesson

Hvað finnst þér skemmtilegast að versla?

„Allt vintage. Ég elska að komast inn í góða Rauðakrossbúð eða loppumarkað og kaupa mér einhverjar random blússur og skyrtur. Elska fátt meira en að poppa upp dressin mín með óhefðbundnum toppum og eru það oftast þær blússur sem ég er mest spurð út í. Það er stundum himinn og haf á milli dressa hjá mér. Stundum er ég í skyrtu sem ég keypti fyrir 700 krónur á loppumarkaði og merkjajakka yfir sem ég keypti fyrir 100 þúsund krónur.“

Uppáhaldsmerki?

„Hugo Boss. Ótrúlega vandað en á sama tíma töff merki. Ég fíla hvað þeir eru duglegir að koma með ódýrari vörulínur með mörgum skemmtilegum smáatriðum og brjóta þannig upp veglegan grunnfatnað. Önnur merki eru Tommy Hilfiger, Ralph Lauren, Armani, Paul Smith og eitthvað í þeim dúr.“

Svartur og hvítur eru litir að hennar skapi, enda sjúklega …
Svartur og hvítur eru litir að hennar skapi, enda sjúklega smartir saman. Eggert Jóhannesson

Uppáhaldslitir?

„Tja, litirnir sem eru í raun ekki litir. Ég er ótrúlega svart-hvít. Kampavínsgylltur er samt áberandi hjá mér en ef ég ætti að nefna einhverja liti þá eru mestar líkur á því að þú sjáir mig í rauðu eða grænu.“

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Ekkert sérstakt, ég kaupi mér allt sem mig langar í og hef aldrei verið neitt sérstaklega spennt fyrir því að eyða mjög mörgum hundruðum þúsunda í einstakan hlut. En aldrei að vita nema ég kaupi mér einhvern tímann einhverja vel ýkta Gucci-tösku.“

Svava segir Hugo Boss vera sína uppáhalds merkjavöru.
Svava segir Hugo Boss vera sína uppáhalds merkjavöru. Eggert Jóhannesson

Svava Kristín segist gjörn á að nota slæður og klúta til þess að toppa heildarútlit sitt.

„Ég elska að poppa upp venjulega skyrtu með einhverjum töff eða fallegum klút. Svo er ég líka mjög oft með einhvers konar höfuðfat, derhúfu eða hatt. Það er eitthvað sem ég fíla við það.“

En hvað með aðra fylgihluti, notarðu skartgripi?

„Já, ég er mikið með skart. En ég er mjög gróf þegar kemur að öllu skarti. Vil hafa það stórt og áberandi. SIGN-skartgripirnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef þá alltaf í aðalhlutverki. Ég geng mikið með hringi á mér, grófa og flotta hringi frá SIGN. Svo er ég reyndar líka hrifin af Gucci-ljóninu og Versace.“

Þessum fallagea kampavíns bleika kjól klæddist Svava Kristín þegar hún …
Þessum fallagea kampavíns bleika kjól klæddist Svava Kristín þegar hún hélt upp á þrítugsafmælið sitt. Eggert Jóhannesson
Svava segist ekki hrædd við að blanda saman nýju og …
Svava segist ekki hrædd við að blanda saman nýju og notuðu, dýru og ódýru. Eggert Jóhannesson
Svava á dágott safn af slæðum og klútum frá hinum …
Svava á dágott safn af slæðum og klútum frá hinum ýmsu merkjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nýjustu skókaupin. Sjúklega töff Michael Kors skór sem ganga við …
Nýjustu skókaupin. Sjúklega töff Michael Kors skór sem ganga við flest. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál