Fólk fór að hafa meiri áhuga á húðinni í veirunni

Kristín Sam heldur úti vinsælum reikningi á Instagram sem heitir …
Kristín Sam heldur úti vinsælum reikningi á Instagram sem heitir @Ksam.beauty

Kristín Sam hefur áralanga þekkingu og reynslu af húð- og snyrtivörum. Nú hefur hún gefið ú sína fyrstu bók, Húðin & umhirða hennar. Í bókinni er að finna margvíslegan fróðleik um húðina og hvernig best er að annast hana. 

„Eins og svo margar hugmyndir þá kviknaði hugmyndin af bókinni í byrjun fæðingarorlofs hjá syni mínum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á snyrtivörum en það má segja að áhugi minn á húðumhirðu og húðvörum hafi kviknað þegar ég sem verst af mínum húðvanda sem þá voru þrálátar bólur og litabreytingar í húðinni,“ segir Kristín. 

„Ósk mín er sú að þessi bók komi til með …
„Ósk mín er sú að þessi bók komi til með að leiðbeina lesendum í átt að heilbrigðari húð, að hún efli sjálfstraust hjá þeim sem voru óöryggir fyrir að versla sér húðvörur og nota þær og leiðbeini þeim að nota þær rétt.“

Hún var nýbúin að lesa eina af þeim mörgu bókum sem fjalla um húðumhirðu og langaði að búa til íslenska útgáfu þar sem landsmenn gætu speglað sig betur. 

„Ég er sífellt að leita að nýjum sambærilegum bókum til að lesa en fór þá að velta fyrir mér hvort einhver slík bók væri til á íslensku og skrifuð af íslenskum höfundi. Til er fjöldi af fallegum bókum eftir íslenska höfunda sem kenna okkur réttu tökin við hárgreiðslu og förðun meðal annars. Einnig er aragrúi af bókum sem kenna okkur að elda góðan mat, öll þurfum við jú að borða. Mér fannst því svo ótrúlegt að engin hafði ennþá skrifað bók um réttu tökin að  almennri húðumhirðu. Húðin er okkar stærsta líffæri og það er mjög mikilvægt að við hugum rétt að henni. Það var löngu kominn tími til að við íslendingar hefðum bók á okkar móðurmáli sem leiðbeinir okkur að réttu skrefunum þegar kemur að húðumhirðu,“ segir Kristín. 

Hún segir að veirufaraldurinn hafi gert það að verkum að fólk fór að vera meðvitaðra um húðina. 

„Húðin & umhirða hennar er skrifuð fyrir alla sem vilja læra allt það helsta tengt húðumhirðu, hvort sem þú veist ekkert fyrir eða veist nú þegar ýmislegt, þá áttu alltaf eftir að læra eitthvað frá bókinni. Bókin er skrifuð fyrir allan aldur og í henni er að meðal annars kafli sem er sérstaklega er skrifaður fyrir unglingana ásamt kafla um húðvandamála og fleira. Mér þætti svo sérstaklega ánægjulegt að sjá karlmennina lesa bókina en ég fagna því að hópur karlmanna sem hugar að húðinni sinni fer stækkandi.

Bókin kemur til með að kenna lesendum að greina sína húðgerð, að velja húðvörur sem hentar þeirra húðgerð og húðvandamálum. Ég setti til dæmis upp kafla sem fara ítarlega í innihaldsefni, andoxunarefni, retinóíða, muninn á ólíkum andlitshreinsum og margt fleira. Það var mér mjög mikilvægt að bókin væri vel upp sett, auðlesin og alltaf væri hægt að grípa í hana ef einhverjar spurningar vakna. Ég lét teikna sérstaklega fyrir mig myndir sem útskýra flókin umræðuefni en bókin er fallega myndskreytt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál