100 ára tískugúrú gefur góð ráð

Iris Apfel er fyrirmynd margra hvað tísku varðar.
Iris Apfel er fyrirmynd margra hvað tísku varðar. skjáskot/Instagram

Iris Apfel er 100 ára og enn mikil tískufyrirmynd og er með rúm tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Nú hefur hún sett á fót eigin tískulínu í samstarfi við H&M. 

„Mér finnst mikilvægt að fólk geti keypt vandaða hönnun á viðráðanlegu verði,“ segir Apfel í viðtali við The Times um nýju fatalínuna sem verður afar litrík og mikil áhersla á skartgripi og fylgihluti. 

Apfel segir vinnuna halda sér ungri. „Ég elska að vinna og legg hart að mér. Ég umvef mig ungu fólki sem veita mér mikla andgift. Ég trúi því að maður geti aldrei skilið allt og maður þarf því að vera stöðugt að læra og vera með opinn hug. Þannig heldur maður sér ungum. Það er bara kjánalegt að loka augunum og halda að maður viti allt,“ segir Apfel.

Tískuráð frá Apfel:

  • Vertu þín eigin manneskja og haltu þér þar. Prófaðu þig áfram. Það krefst vinnu að finna sinn eigin stíl. Það er ekki hægt að ýta á takka eða kaupa einn ákveðinn hlut.“
  • Fylgihlutir skipta máli. Ef maður á nóg af fylgihlutum þá getur maður verið með fjölmörg ólík útlit með því að blanda þeim saman á fjölbreytta vegu.“
  • „Allir ættu að eiga góðar svartar buxur og fallega peysu, helst úr kasmír. Nokkrar stílhreinar og klassískar flíkur gera mikið.“
  • Varist æfingagalla. Ég hef alltaf haft efasemdir um jogging buxur, jafnvel í faraldrinum klæddist ég þeim aldrei. Ég vil láta mér líða vel en ég vil ekki líta út fyrir að vera á leið í ræktina. Ef ég er heima þá fer ég í slopp.“
  • Ég kaupi aldrei neitt sem mér líkar ekki við og því á ég fataskáp fullan af eftirlætisflíkum.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál