„Ég er háður því að vera í nýjum fötum“

Tónlistarmaðurinn Pretty­boitjok­ko, Patrik Snær Atlason, var gestur í þættinum Heimilislífi í síðustu viku. Þar ræddi hann til dæmis um föt og fatasmekk. Hann ljóstraði upp því leyndarmáli að hann væri haldinn ákveðinni þráhyggju þegar kæmi að fötum. Hann yrði alltaf að vera í einhverju nýju. 

„Ég er með þráhyggju fyrir fötum og háður því að vera í nýjum fötum. Ef ég fer í einhverjum jakka niður í bæ og tek mynd af mér í honum þá fer hann aftast í skápinn,“ sagði Patrik í þættinum. 

Hann á ekki langt að sækja fatadelluna því móðir hans, Ingunn Helgadóttir, er mikill fataáhugamaður og þegar Patrik var lítill fóru þau oft saman í verslunarferðir erlendis. Hægt er að horfa á Heimilislíf í heild sinni hér fyrir neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda