Charlene prinsessa orðin dökkhærð

Charlene er þekktust fyrir að vera ljóshærð og snöggklippt.
Charlene er þekktust fyrir að vera ljóshærð og snöggklippt. AFP

Charlene prinsessa af Mónakó hefur aldrei verið hrædd við að breyta um hárgreiðslu. Mesta athygli vakti þegar hún rakaði helminginn af hárinu af sér. Hún er þó jafnan stuttklippt með aflitað hár. 

Að þessu sinni hefur hún valið að skarta mun dekkra hári en áður og leyft því aðeins að vaxa. Áherslurnar eru mun mýkri og hlýlegri og förðunin endurspeglar þessar breyttu áherslur. 

Charlene er mikil tískufyrirmynd og allir veita því eftirtekt hverju hún klæðist eða þegar hún stígur út fyrir kassann hvað útlitið varðar. Hún þótti sérstaklega glæsileg á verðlaunaafhendingu á sjónvarpshátíðinni í Monte Carlo á dögunum. Þá var hún í dökkbláum skyrtukjól frá Akris með forláta síða demantseyrnalokka sem gerðu mikið fyrir heildarútlitið.

Charlene prinsessa af Mónakó lítur vel út með dekkra hár.
Charlene prinsessa af Mónakó lítur vel út með dekkra hár. AFP
Charlene prinsessa.
Charlene prinsessa. AFP
Dökkhærð prinsessa í dökkbláum skyrtukjól frá Akris.
Dökkhærð prinsessa í dökkbláum skyrtukjól frá Akris. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál