Álitinn vanhæfur í starfi vegna útlits síns

Viktor Heiðdal Andersen, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, hefur orðið fyrir miklum fordómum vegna útlits síns. Hafa sumir gengið svo langt að telja hann vanhæfan í starfi fyrir það eitt hvernig hann kýs að líta út og sagt hann draga niður stétt hjúkrunarfræðinga sökum útlitsins.

Viktor er gestur í Dagmálum og ræðir við Ásthildi Hannesdóttur um fegrunaraðgerðir og fordóma í garð þeirra. 

„Ég þekki það sérstaklega vel að vera misskilinn, lítandi svona út, verandi hjúkrunarfræðingur og vinnandi á Landspítalanum,“ segir Viktor sem hefur oftar en einu sinni þurft að sanna sig fyrir fólki bæði í leik og starfi.

„Mér finnst gott að geta „proof people wrong“,“ segir hann og er stoltur af því að vera samkvæmur sjálfum sér og á skjön við staðalímyndir.

Viktor starfar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.
Viktor starfar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég elska gamalt fólk“

Viktori er mjög annt um starf sitt sem hjúkrunarfræðingur og brennur fyrir málefni aldraðra, enda hefur hann sérstakt lag á eldri borgurum.

„Þegar ég var að vinna á hjúkrunarheimili lengi þá datt fólki það aldrei í hug að það starf myndi henta mér. Það hélt ég væri bara einhver dekurprinsessa og væri of góður fyrir þessi störf,“ lýsir hann og segir marga hafa þurft að éta þær hugmyndir ofan í sig. 

„Ég hef heyrt það frá nýjum vinum sem hafa kynnst mér í gegnum tíðina, bara „þú ert allt annar en ég hélt“,“ segir Viktor sem telur sig vel liðinn í starfi sínu á hjarta-, lungna- og augndeildinni á Landspítalanum. 

Smelltu hér til að hlusta eða horfa á þáttinn í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál