Meiri fordómar gegn fegrunaraðgerðum en kynhneigð

Viktor Heiðdal Andersen, hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild Landspítalans, segir mikla fordóma gagnvart fegrunaraðgerðum vera til staðar í samfélaginu.

Vinsældir slíkra aðgerða hafa farið sívaxandi síðustu ár en á sama tíma eru þær mjög umdeildar, sé tekið mið af samfélagsumræðu og upplifun þeirra sem stunda aðgerðirnar að staðaldri.

„Ég verð fyrir fordómum frá samkynhneigðum karlmönnum líka,“ segir Viktor sem ræddi opinskátt um fegrunar- og lýtaaðgerðir við Ásthildi Hannesdóttur í Dagmálum, en hann hefur stundað fegrunaraðgerðir í um 15 ár.

Viktor, sem sjálfur er samkynhneigður karlmaður, segist eiga það til upplifa sjálfan sig sem svartan sauð í samfélagi samkynhneigðra karlmanna því áherslan á fegurð séu jafnmisjöfn og einstaklingarnir eru margir innan þess samfélags, líkt og í öðrum þjóðfélagshópum.

Viktor Heiðdal Andersen, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, upplifir mikla fordóma gegn …
Viktor Heiðdal Andersen, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, upplifir mikla fordóma gegn fegrunaraðgerðum í samfélaginu. Samsett mynd

„Ég er samt líka alveg svarti sauðurinn þar því það eru voða fáir sem ég þekki sem tengja við það að nota fyllingarefni eða fara í aðgerðir fegrunarlega séð,“ segir hann. 

„Í samfélaginu almennt þá finnst mér ég verða fyrir meiri fordómum gagnvart fegrunaraðgerðunum heldur en að vera samkynhneigður. Það er mín upplifun alla vega.“

Smelltu hér til að horfa eða hlusta á viðtalið við Viktor í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál