Hver var í ósamstæðum sokkum á Alþingi?

Frá Alþingi í vikunni.
Frá Alþingi í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Píratinn Björn Leví Gunnarsson er einn þeirra þingmanna sem fylgir ekki alltaf venjum um snyrtilegan klæðnað á Alþingi. Eggert Jóhannesson, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók mynd af ónefndum manni í ósamstæðum sokkum í vikunni. Eggert ljóstraði því upp við Smartland að umræddur maður væri píratinn Björn Leví Gunnarsson. 

Tilefni myndarinnar var umfjöllun um klæðnað þingmanna í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. Rifjað er upp í greininni að árið 2020 hafi Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, gagnrýnt Björn Leví fyrir ekki bara það að vera á sokkaleistunum heldur líka í ósamstæðum sokkum. 

„Veistu, ég verð bara að segja, virðulegi forseti, mér er algjörlega orðið misboðið að þessi háttvirti þingmaður sem kemur hér á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitthvorum sokknum, ítrekað, með pólitískt skítkast í rauninni og ekkert annað.“ 

Svo virðist sem Björn Leví sé enn að leita að leita að samstæðum sokkum fjórum árum seinna. 

Björn Leví Gunnarsson er ekki alltaf í jakka.
Björn Leví Gunnarsson er ekki alltaf í jakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líka á sokkunum í ræktinni

Björn Leví leggur greinilega ekki bara í vana sinn að ganga um Alþingi á sokkaleistunum. Heimildir Smartlands herma að hann hafi einnig sést í Hreyfingu á sokkaleistunum. Líklega er hann bara heitfengur. Hann hefur einmitt þá afsökun þegar hann var áminntur fyrir að mæta í skyrtu í ræðustól. 

Björn Leví Gunnarsson þykir oft frjálslegur til fara á Alþingi.
Björn Leví Gunnarsson þykir oft frjálslegur til fara á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál