Hilmar vann Austurdeildina

Hilmar Örn Jónsson.
Hilmar Örn Jónsson. Ljósmynd/FRÍ

Nú stendur yfir úrtökumót Austurdeildarinnar í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson keppti í gær á mótinu en hann keppir fyrir University of Virginia. Hilmar vann Austurdeildina með kast upp á 72,17 metra og er hann því kominn inn á Háskólameistaramótið sem fram fer í Texas í byrjun júní.

Árangur Hilmars á mótinu er sá næstbesti yfir báða landshelmingana en sá sem vann Vesturdeildina kastaði 74,20 metra. Íslandsmet Hilmars er 75,26 metrar, sem hann setti í apríl. Hilmar á því ágætis möguleika á því að verða bandarískur háskólameistari í byrjun júní.

Vigdís Jónsdóttir keppti einnig í sleggjukasti í gær á sama móti. Hún kastaði lengst 57,83 metra og endaði í 30. sæti. Það dugir ekki til að komast inn Háskólameistaramótið og er Vigdís því úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert