Blikar enn án sigurs í deildinni

Elfar Freyr Helgason varnarmaður Breiðabliks einbeittur á svip í leiknum …
Elfar Freyr Helgason varnarmaður Breiðabliks einbeittur á svip í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Fylkir og Breiðablik mættust í 7. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Fylkisvellinum í kvöld og urðu lokatölur 1:1.

Fylkismenn skoruðu fyrsta mark leiksins en það gerði bakvörðurinn Elís Rafn Björnsson á 14. mínútu.

Blikar sóttu hins vegar í sig veðrið og voru ívið sterkari það sem eftir lifði hálfleiks. Á 30. mínútu uppskáru Blikar þegar að hinn sparkvissi Guðjón Pétur Lýðsson tók aukaspyrnu vinstra megin við teigshornið og þrumaði knettinum í markið. Bjarni Þórður hefði mögulega átt að gera betur, en spyrnan var gríðarlega föst.

Niðurstaðan verður að teljast sanngjörn. Blikar voru sterkari fyrri hluta seinni hálfleiksins en Fylkismenn þjörmuðu mjög að þeim á lokamínútunum en tókst ekki að pota boltanum í netið.

Fylgjast má með öllu sem gerist í leikjum kvöldsins í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Fylkir 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka