Breytingar gerðar á landsliðshópnum

Albert Guðmundsson í leik með íslenska U-21 árs landsliði Íslands.
Albert Guðmundsson í leik með íslenska U-21 árs landsliði Íslands. mbl.is/Golli

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem heldur til Indónesíu og leikur gegn heimamönnum 11. janúar annars vegar og 14. janúar hins vegar. 

Ekki er leikið á alþjóðlegum leikdögum og miðverðirnir Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason sem valdir voru í verkefnið upphaflega fengu ekki leyfi frá félagsliðum til þess að taka þátt í þessum leikjum. 

Þess í stað hafa Albert Guðmundsson, Ólafur Ingi Skúlason og Orri Sigurður Ómarsson verið valdir í leikmannahópinn.

Albert hefur leikið einn leik með íslenska A-landsliðinu, en það var í 2:0-sigri Íslands gegn Kína í janúar á þessu ári.

Orri Sigurður hefur aftur á móti leikið tvo landsleiki, en auk þess að leika í fyrrnefndum leik gegn Kína lék hann í 1:0-tapi íslenska liðsins gegn Mexíkó í febrúar síðastliðnum.  

Ólafur Ingi er öllu reyndari en Albert og Orri Sigurður, en hann hefur leikið 32 leiki fyrir Íslands hönd, en fyrsti landsleikur Ólafs Inga var þegar Íslandi gerði markalaust jafntefli gegn Mexíkó í vináttulandsleik í nóvember árið 2003. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert