Guðmundur Steinn nálgast Fylki

Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Ljósmynd/Alfons Finnsson

Framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson gæti verið á leið til Fylkis sem komust á ný upp í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í haust, en hann er í viðræðum við félagið.

Guðmundur Steinn var fyrirliði Víkings Ólafsvíkur í sumar þegar liðið féll úr deildinni. Hann sagði við fotbolti.net í dag að hann hefði heyrt í nokkrum liðum en líklegasti áfangastaðurinn væri Fylkir.

Guðmundur Steinn er 28 ára gamall og skoraði 8 mörk í deildinni í sumar, en hann lék fyrstu árin í meistaraflokki með Val og hefur einnig spilað með HK, Fram, ÍBV og norska liðinu Notodden á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert