Byrjunarlið Íslands – sex breytingar

Úr fyrri leik Indónesíu og Íslands.
Úr fyrri leik Indónesíu og Íslands.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, gerir sex breytingar á byrjunarliði Íslands á milli leikja við Indónesíu, en þjóðirnar eigast við í síðasti vináttuleik sínum í Jakarta og hefst leikurinn klukkan 12 að íslenskum tíma.

Ísland vann fyrri vináttuleikinn 6:0 á fimmtudag en á milli leikja halda þeir Samúel Kári Friðjónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Ólafur Ingi Skúlason, Arnór Ingvi Traustason og Andri Rúnar Bjarnason sæti sínu.

Inn koma þeir Rúnar Alex Rúnarsson í markið, Jón Guðni Fjóluson og Felix Örn Friðriksson í vörnina, Aron Sigurðarson og Arnór Smárason á miðjuna og Kristján Flóki Finnbogason í sóknarlínuna.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Mark: Rúnar Alex Rúnarsson
Vörn: Samúel Kári Friðjónsson, Jón Guðni Fjóluson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Felix Örn Friðriksson.
Miðja: Aron Sigurðarson, Ólafur Ingi Skúlason, Arnór Smárason, Arnór Ingvi Traustason
Sókn: Kristján Flóki Finnbogason, Andri Rúnar Bjarnason.

Fylgst verður með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert