Nýliðar fá tækifæri gegn Noregi í dag

Ísland fagnar marki í leik gegn Noregi.
Ísland fagnar marki í leik gegn Noregi. Ljósmynd/KSÍ

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik á árinu 2018 þegar það mætir Noregi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni í dag. Þetta er sögulegur leikur að því leyti að Ísland hefur aldrei áður spilað A-landsleik kvenna í janúarmánuði.

Þá er þetta fimmtánda viðureign Íslands og Noregs frá upphafi. Noregur hefur unnið átta sinnum, þrisvar hafa liðin skilið jöfn og Ísland hefur sigrað þrisvar. Undanfarin sex ár eru liðin hinsvegar hnífjöfn með tvo sigra hvort en þau gerðu síðast jafntefli, 1:1, í Portúgal fyrir tæpu ári.og tvö jafntefli í sex viðureignum.

Fimm nýliðar eru í íslenska hópnum en Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði er ekki með vegna meiðsla og Dagný Brynjarsdóttir er komin í barneignarfrí. „Það er ljóst að 17 leikmenn taka þátt í leiknum, þó það verði misjafnt hvernig mínútunum verður skipt,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari meðal annars í gær en viðtalið við hann er að finna hér að neðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert