KSÍ enn ekki fengið svör frá FIFA

Tólfan stjórnar stemningunni hjá íslenskum stuðningsmönnum.
Tólfan stjórnar stemningunni hjá íslenskum stuðningsmönnum. mbl.is/Golli

Knattspyrnusamband Íslands hefur enn engin svör fengið frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, vegna umsókna á leiki Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu óskuðu eftir tæplega 53 þúsund miðum á leiki liðsins á HM, en lokað var fyrir umsóknir um mánaðamót. KSÍ óskaði strax eftir frekari útlistun á þeirri tölu frá FIFA en hefur ekki enn fengið svar.

„Ekki orð, ekki frekar en [við] beiðni minni um fleiri miða,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við fotbolti.net í dag og því er ekki enn vitað hvort í tölunni séu meðtaldir miðar sem hægt var að sækja um á síðasta ári og hvort einhverjir miðar séu tvítaldir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert