Nacho Heras áfram í Ólafsvík

Nacho Heras verst Gunnari Þorsteinssyni síðasta sumar.
Nacho Heras verst Gunnari Þorsteinssyni síðasta sumar. Ljósmynd/Víkurfréttir

Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur tilkynnti í dag að spænski varnarmaðurinn Nacho Heras verður áfram í herbúðum félagsins í sumar. Heras lék 20 leiki í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.

Víkingur féll úr deildinni síðasta sumar, en Heras þótti standa sig vel, þrátt fyrir það. Spánverjinn er 26 ára gamall og lék með unglingaliðum stórliðanna Real Madríd og Atlético Madríd. Hann hefur auk þess leikið í Ungverjalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert