Nýr Spánverji í markið í Ólafsvík

Fran Marmolejo ver mark Víkings í sumar.
Fran Marmolejo ver mark Víkings í sumar. Ljósmynd/Víkingur Ó.

Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur hefur samið við spænska markmanninn Fran Marmolejo og mun hann spila með liðinu í sumar.

Hann kemur í stað landa síns Cristian Martín­ez sem gekk í raðir KA á dögunum. Marmolejo er þrítugur og lék hann síðast með Jönköping í Svíþjóð og var þar liðsfélagi Árna Vilhjálmssonar. Hann lék 4 leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Tímabilið 2010-2011 var hann varamarkvörður Málaga í efstu deildinni á Spáni.

„Víkingur Ó. lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa náð samningum við leikmanninn og býður hann velkominn til félagsins,“ segir í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert